Í sífelldu umróti samfélagsins og atburða liðinna missera gleðst hjarta mitt við þá rótfestu sem ég finn. Stofnanir hverskonar, veraldlegar sem og andlegar, segja Ísland á heljarþrön vegna sjáanlegrar hnignunar á viðurkenndum lífsháttum og hegðun. Hvar sem menn finna sig í lífinu er æpt yfir því óréttlæti sem birtist á svo margan hátt: börn kæra foreldra sína, fólk þiggur svífandi háar upphæðir frá ríkinu og sólunda í vitleysu, börn misnotuð af traustverðum einstaklingum og skinheilagir menn leika tveimur skjöldum. Hinn almenni borgari sligast með byrðina af því að heyra af þessum málum og vonar helst, ekki að einhver bjargi málunum heldur, að þurfa ekki að horfa í augu við enn fleiri þess konar mál. Aðrir þrífast á að heyra af ólifnaði annarra og telja sig verða meiri menn við það, berandi enga ábyrgð og vilja allra síst sjá jákvæða breytingu. Aðrir vonast eftir breytingu, leita til fortíðar þar sem allt var betra og benda á það sem hið algilda svar við vandamálum nútíðar. En ljónið Aslan, konungur Narníu, sagði: Hlutirnir gerast aldrei tvisvar á sama hátt.
Ægis vindar blása frá vígstöðum þeirra manna sem kalla sig trúleysingja og guðleysingja. Vindurinn er napur en beitt af hörku. Vandamál dagsins í dag eru, að þeirra sögn, sprottin frá því að í blindni hafa menn trúað og haldið að fólki þeim Kristi sem enginn heilvita maður gæti bendlað sig við. Og með markvissri, miskunnarlausri vinnu fá þeir ýmislegt í gegn inn í landslög, reglur borgarinnar og almenningsvitund sem þeir telja munu hnekkja á þeirri kristni sem allt snýst um að eyða. Kappið er mikið og framgangurinn eftir því. Það mikill að hinir kristnu hafa snúið spjótum sínum að hinum trúlausu og nú skal úrslitabardagi háður milli góðs og ills, og báðir telja sig góða. Sigur þýðir fyrir báðar herbúðir líf í friði og farsæld; loforð sem ávallt eru gefin fyrir stríð en sjaldnast standa undir sér. Báðar herbúðir sitja eftir meira og minna laskaðar án stefnu og vilja til uppbyggingar. Samstarf sem viðurkennir tilvist hins aðilans leiðir gjarnan til skilnings á lífssýn hins aðilans. Samtal í friði og kærleika getur veitt innsýn í það af hverju einstaklingur hætti að fylgja trúarkenningu og fann sig betur í trúleysi, eða hvernig einstaklingur sem hvergi fann svör og lífstilgang fann hugarró í trú á æðri mátt. Aðilar af öndverðum meiði ættu í þannig samtali að spyrja sig hvað það er í hinum aðilanum sem fær hann til að hugsa þannig og hvað getur betur farið. Kirkjunnar maður getur lært af þeim trúlausa sem segir frá slæmri reynslu af trúarróttækni og hinn trúlausi getur lært að trú er ekki bara neikvætt afl sem er mannspillandi. Þannig mætti ánægjulegt samfélag hinna mismunandi aðila gefa af sér skilningsríkara samfélag.
Og nú, með von um hrokaleysi af mínu hálfu, vil ég þakka hinum trúlausu. Ég vil þakka þeim fyrir að standa gegn orðum Jesú, standa gegn þeim krafti sem þeir finna að er svo hættulegur. Að standa gegn konunginum sem tók sér sæti í jötu og var leiddur nauðugur viljugur á kross. Ég vil þakka þeim fyrir að staðfesta orð Páls um að kross Krists sé gyðingum hneyksli og heiðingjum heimska. Svo lengi sem hinir trúlausu kalla kristindóm heimsku geta hinir kristnu þakkað þeim. Ef þeir kalla kristindóm ekki heimsku getur aðeins tvennt hafa gerst: kristindómur er orðinn svo daufur að saltið saltar ekki og þess vegna ekki ómaksins vert að úthúða honum, eða að hinn trúlausi hefur sannfærst af kærleika Krists! Hinn trúlausa vil ég því hvetja til andkristnihátíða, bingóspils á páskum og ákalls um brottnám kristinna gilda, en því fremur aldrei að telja sig hafa fundið hinn endanlega frið. Læra meira, lesa meira, gefa meira, elska meira. Hinn kristna vil ég hvetja enn djarfar.
Telji hinn kristni sig hafa fundið lífsfyllingu í Jesú Kristi þá þýðir það algjör kúvending á öllu því sem telst eðlilegur réttur. Telji hinn kristni sig finna kraft Guðs, þá noti hann hann ekki til eigin hagsmuna heldur taki sér stað meðal hinna lægstu, því Guð dvelur með þeim fátæku og hungruðu. Kraftur Guðs birtist í jötunni, að Jesús kemur í lítillæti, heimtar ekkert og óskar einskis, nema þess að menn hlusti á hann, láti sannfærast af orðum hans og gefi sér allt. Og það er ekki af eigingirni sem Jesús biður um allt, heldur þá einungis sem maðurinn hefur gefið Jesú allt getur Jesús gefið sig allan í Heilögum anda þeim manni. Kristindómur snýst ekki um mann. Kristindómur snýst um nærveru Guðs hér á jörðu, í Jesú Kristi. Guð vill að hinn kristni hlusti ekki á gagnrýnina á kristinni trú heldur á kallið sem býður okkur að vakna, til lífsins í elsku og fögnuði Guðs. Það líf mótast ekki af vindum samtímans, hvorki neikvæðum né jákvæðum, heldur af Heilögum anda sem stöðuglega leiðir hinn kristna til að elska meir þann sem ekki á það skilið því aldrei getur neinn sýnt okkur meiri óvild en Jesú var sýnd. En enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína, segir Jesús. Áður en hinn trúlausi getur skilið kærleik Guðs þarf heimurinn að sjá að hinir kristnu elska föðurinn og gera eins og hann hefur boðið þeim. Þakkir sendi ég aftur hinum trúlausu fyrir að halda hinum kristnu við efnið.
fimmtudagur, desember 23, 2010
sunnudagur, október 24, 2010
Vonin ljós

Í messu hinnar Evangelísku kirkju Krists í Radolfzell í morgun var þess minnst að sjötíu ár eru liðin frá því að 6000 gyðingar úr nágrenninu voru fluttir í þrælkunarbúðir Nasista. Þrátt fyrir háan meðalaldur messugesta þá muna eflaust fáir eftir þessum atburði en sorgin og skömmin var eins og þetta hefði gerst í gær. Boðskapurinn var þó ekki að dvelja í skömminni, ófær um góð verk; þvert þó heldur, að miðla þeirri von sem við eigum til hrjáðs heimsins. En hver er von okkar og hvernig miðlum við henni?
Þegar vonin er óljós kemur ekki á óvart að við henni er ekki tekið. Páll postuli sagðist vera ,,lögsóttur fyrir vonina um upprisu dauðra.“1 Mitt í lögsóknum á hendur hinum frumkristnu flykktust menn að þeirri von sem þeir voru lögsóttir fyrir. Nú á dögum eru kirkjunnar menn lögsóttir fyrir allt annað en þá von sem líf þeirra á að grundvallast á. Páll segist vera lögsóttur fyrir vonina um upprisu dauðra. Hver er þessi upprisa hinna dauðu? Upprisa dauðra er sú staða Guðs barna sem í vændum er með endurlausn líkama okkar.2 Í þeirri von segist Páll vera hólpinn. Þessi fullvissa, um að Guð myndi endurheimta hann úr dauðanum og gera hann að barni sínu fyrir trú sína á Jesú Krist, gerði Páli fært að standa frammi fyrir yfirvöldum keikur. Að láta ekki hið illa sigra sig en sigra illt með góðu.3 Pétur hinn misstigni sagði okkur að binda alla von okkar við þá náð sem okkur mun veitast við opinberun Jesú Krists.4 Öll okkar von á að vera bundin við það að Guð mun allt rétt gera einn daginn. Við getum verið of upptekin af því að reyna sannfæra heiminn um alls annars konar von, t.d. að von Íslands byggist á að kenna kristin gildi. Kristin gildi þýða lítið ef þau eru ekki fædd út af voninni um góðan Guð sem elskar heiminn.
Hvernig birtist þessi von í lífi okkar? Vonin birtist í að elska óvini okkar og biðja fyrir þeim sem ofsækja okkur. Jesús sagði að þannig sýnum við að við erum börn föður okkar á himnum. Börn föðurins sem lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.5 Von sem bregst ekki þó það rigni á brúðkaupsdaginn, bregst ekki þrátt fyrir veikindi og jafnvel von sem lætur mann illt þola fyrir réttlætissakir er sú von sem dauði Jesú færði okkur. Þannig að hvort sem að þjóð þín hafi skipulega drepið milljónir saklausra samborgara eða trúarinnar fyrirmyndir hafi brugðist, þá er það vonin ljúfa sem heldur okkur nærri náð Guðs og elsku.
Frekari lestur: Rómverjabréfið 8., 12. og 13. kafla, 1. Pétursbréf.
1. Postulasagan 23.6.
2. Rómverjabréfið 8.23.
3. Rómverjabréfið 12.21.
4. Fyrra Pétursbréf 1.13.
5. Matteus 5.38-48.
þriðjudagur, júní 29, 2010
Biblíusögur
Þið þekkið öll gömlu Biblíusögurnar sem sagðar voru í sunnudagaskólanum af gömlum konum. Og svo sunguð þið um Davíð og Daníel og Rut. Og lituðuð myndir. Þið þekkjið sögurnar alveg upp á 10. En svo verða sögurnar þreyttar og að heyra um Jónas í hvalnum í hundraðasta skipti verður svolítið lummó. Þá er það tvennt sem fólk gerir. Annað hvort (1) vex fólk upp úr því að hlusta á sögurnar en finnst svo sem ekkert að þeim, eða (2) finnst sögurnar það ótrúlegar að skást sé nú bara að hætta að trúa þeim og jafnvel gera grín að þeim. En, herrar mínir og frúr, það er þriðja aðferðin í boði. Hún felst í því að (3) lesa sögurnar og samhengi þeirra í Biblíunni og sjá sögurnar í nýju ljósi.
Það er margt sem maður kynnist þegar maður les sögurnar beint úr Biblíunni. Þá er enginn til þess að fela það safaríka (ofbeldi, svik, kynlíf) fyrir manni og jafnvel hörðustu menn fölna. Persónusköpunin er svo kyngimögnuð að bækur Arnalds og félaga verða barnabækur í samanburði. Að lesa Biblíusögurnar úr Biblíunni er þó ekki bara eins og að skella hrollvekju í tækið og glamra tönnunum; maður kynnist Guði á algjörlega nýjan hátt og situr stundum agndofa eftir, ófær um skýra hugsun en þó er allt breytt. Margar sögur koma til hugar sem hafa þessi ógurlegu áhrif: sagan um Samúel og Elí (virðist mjög saklaus í sunnudagaskólanum en er heldur betur mögnuð í Biblíunni), Davíð og Golíat (alltaf gleymist að nefna að Davíð heggur hausinn af Golíat og fagnar, en sagan er líka um framvindu karakters) og sú saga sem ég vil skoða til hlítar, Jónas í hvalnum.
Fyrst sunnudagaskólaútgáfan. Guð talar við Jónas og segir honum að fara til Nínive að segja fólki frá sér. Jónas vill ekki gera það og flýr. Hann fer í bát og það kemur óveður. Vegna þungans í bátnum draga menn strá til að ákveða hverjum er hent fyrir borð. Jónas er óheppinn og dregur stysta stráið. En svo heppilega vill til að hvalur gleypir hann og eftir þrjá daga í hvalnum spýtir hann Jónasi upp á land. Jónas ákveður þá að hlusta á Guð og fer til Níníve. Allir eru svaka glaðir að heyra um Guð og þeir halda veislu. Boðskapur sögunnar: Hlýddu Guði, annars verður þér hent úr Herjólfi.
Nú Biblíuútgáfan. Jónas er spámaður Guðs í Ísrael og hefur það eins huggulegt og spámenn hafa það (sem ekki prédika of hart). Svo biður Guð hann um að fara til höfuðborgar stærsta stórveldis heimsins, höfuðógnar Ísraels, og boða þeim elsku Guðs og fyrirgefningu. Jónas hefur minna en engan áhuga á því að deila elsku Guðs með óvinunum og flýr því til Spánar (Tarsis) í stað þess að fara til Írak (Níníve). Á leiðinni kemur óveður og skipverjar spyrja Jónas hvað guð hann trúir á og hann segir þeim og þeir verða enn skelkaðri því þeir vissu um þennan guð. Þeir heita á miskunnsemi Guðs og henda Jónasi útbyrðis. Guð sendi þá stóran fisk til að gleypa Jónas og þar inni syngur hann þakkarsöng til Guðs og ákveður að efna heit sitt við Guð. Jónas gengur þá til Níníve og þegar hann er kominn flytur hann stutta prédikun: ,,Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst!“ Og í þann mun sem Jónas hugsar að nú hafi hann lokið sínu hlutverki og að það sé frábært að Guð ætli að leggja borgina í rúst, þá trúðu Nínívemenn Guði og iðruðust. Öll borgin breyttist og leitaði Guðs, meira að segja konungurinn. Guð sá hjörtu mannanna og ákvað þá að ekki leggja borgina í rúst. Og þá kemur fjórði og síðasti kaflinn, sem aldrei er talað um í sunnudagaskólanum. Jónas verður brjálaður út í Guð og sagðist hafa vitað það að Guð myndi miskunna þeim út af því að hann er líknsamur og miskunnsamur, þolinmóður og gæskuríkur. Og Jónas var svo fúll að hann bað Guð um að taka líf sitt, hann nennti ekki að lifa í svona ósanngjörnum heimi. Jónas leggur sig og Guð lætur spretta upp rísínusrunna (runna sem í raun og veru sprettur upp í mannhæð á einni nóttu) til að vernda hann fyrir sólinni. Þá varð Jónas aðeins léttari í lundu en svo sendi Guð orm sem stakk runnann og hann visnaði. Þá örmagnaðist Jónas í sólinni og reiddist Guði og vildi aftur deyja. Sagan endar á því að Guð spyr Jónas hvort honum (Guði) sé ekki meira annt um 120.000 manns í Níníve en einhvern runna sem vex og visnar. Boðskapur sögunnar: Það er ekki nóg að vita um Guð eða þjóna honum, við þurfum að elska hann og alla eiginleika hans til að njóta hans á réttum forsendum.
Nokkur líkindi eru milli Jónasar og Kick-Ass ofurhetjunnar. Báðir sáu þeir að eitthvað þurfti að gera; Guð talaði við Jónas, óréttlæti talaði til Kick-Ass. Báðir lentu í miklu veseni áður en þeir gátu sinnt erindum sínum. Báðum er eignaður heiðurinn af miklum hetjudáðum sem lítil innistæða er fyrir (Kick-Ass er skömminni skárri því hann vann hetjudáð að lokum eftir að hafa verið réttur maður á réttum tíma oft, Jónas var bara vælukjói).
Sem betur fer hugsar Guð öðruvísi en Jónas. Um hvort er Guð umhugaðra: Margar plöntur út í sveit með fáu fólki eða margt fólk í borginni með fáum plöntum? Í Reykjavík búa 118.447 manns og enn meira með bæjunum í kring. Guð elskar svo sannarlega sveitina og landsbyggðina þar sem fólk nýtur sín í návist náttúrunnar. En Guð elskar og þráir að fólkið í borginni nýti nálægð hvers annars og lofi sig saman. Hann þráir að út frá borginni flæði réttlæti, friður, gleði og ávextir andans. Jónas var ekki með hugann við það. Hann langaði ekki að sjá Guð frelsa, sjá anda Guðs hræra við staðnum.
Jónas vildi sjá borg manna eyðast,
Guð vildi sjá borg Guðs verða til.
Biblíusögurnar kenna okkur.
Það er margt sem maður kynnist þegar maður les sögurnar beint úr Biblíunni. Þá er enginn til þess að fela það safaríka (ofbeldi, svik, kynlíf) fyrir manni og jafnvel hörðustu menn fölna. Persónusköpunin er svo kyngimögnuð að bækur Arnalds og félaga verða barnabækur í samanburði. Að lesa Biblíusögurnar úr Biblíunni er þó ekki bara eins og að skella hrollvekju í tækið og glamra tönnunum; maður kynnist Guði á algjörlega nýjan hátt og situr stundum agndofa eftir, ófær um skýra hugsun en þó er allt breytt. Margar sögur koma til hugar sem hafa þessi ógurlegu áhrif: sagan um Samúel og Elí (virðist mjög saklaus í sunnudagaskólanum en er heldur betur mögnuð í Biblíunni), Davíð og Golíat (alltaf gleymist að nefna að Davíð heggur hausinn af Golíat og fagnar, en sagan er líka um framvindu karakters) og sú saga sem ég vil skoða til hlítar, Jónas í hvalnum.
Fyrst sunnudagaskólaútgáfan. Guð talar við Jónas og segir honum að fara til Nínive að segja fólki frá sér. Jónas vill ekki gera það og flýr. Hann fer í bát og það kemur óveður. Vegna þungans í bátnum draga menn strá til að ákveða hverjum er hent fyrir borð. Jónas er óheppinn og dregur stysta stráið. En svo heppilega vill til að hvalur gleypir hann og eftir þrjá daga í hvalnum spýtir hann Jónasi upp á land. Jónas ákveður þá að hlusta á Guð og fer til Níníve. Allir eru svaka glaðir að heyra um Guð og þeir halda veislu. Boðskapur sögunnar: Hlýddu Guði, annars verður þér hent úr Herjólfi.
Nú Biblíuútgáfan. Jónas er spámaður Guðs í Ísrael og hefur það eins huggulegt og spámenn hafa það (sem ekki prédika of hart). Svo biður Guð hann um að fara til höfuðborgar stærsta stórveldis heimsins, höfuðógnar Ísraels, og boða þeim elsku Guðs og fyrirgefningu. Jónas hefur minna en engan áhuga á því að deila elsku Guðs með óvinunum og flýr því til Spánar (Tarsis) í stað þess að fara til Írak (Níníve). Á leiðinni kemur óveður og skipverjar spyrja Jónas hvað guð hann trúir á og hann segir þeim og þeir verða enn skelkaðri því þeir vissu um þennan guð. Þeir heita á miskunnsemi Guðs og henda Jónasi útbyrðis. Guð sendi þá stóran fisk til að gleypa Jónas og þar inni syngur hann þakkarsöng til Guðs og ákveður að efna heit sitt við Guð. Jónas gengur þá til Níníve og þegar hann er kominn flytur hann stutta prédikun: ,,Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst!“ Og í þann mun sem Jónas hugsar að nú hafi hann lokið sínu hlutverki og að það sé frábært að Guð ætli að leggja borgina í rúst, þá trúðu Nínívemenn Guði og iðruðust. Öll borgin breyttist og leitaði Guðs, meira að segja konungurinn. Guð sá hjörtu mannanna og ákvað þá að ekki leggja borgina í rúst. Og þá kemur fjórði og síðasti kaflinn, sem aldrei er talað um í sunnudagaskólanum. Jónas verður brjálaður út í Guð og sagðist hafa vitað það að Guð myndi miskunna þeim út af því að hann er líknsamur og miskunnsamur, þolinmóður og gæskuríkur. Og Jónas var svo fúll að hann bað Guð um að taka líf sitt, hann nennti ekki að lifa í svona ósanngjörnum heimi. Jónas leggur sig og Guð lætur spretta upp rísínusrunna (runna sem í raun og veru sprettur upp í mannhæð á einni nóttu) til að vernda hann fyrir sólinni. Þá varð Jónas aðeins léttari í lundu en svo sendi Guð orm sem stakk runnann og hann visnaði. Þá örmagnaðist Jónas í sólinni og reiddist Guði og vildi aftur deyja. Sagan endar á því að Guð spyr Jónas hvort honum (Guði) sé ekki meira annt um 120.000 manns í Níníve en einhvern runna sem vex og visnar. Boðskapur sögunnar: Það er ekki nóg að vita um Guð eða þjóna honum, við þurfum að elska hann og alla eiginleika hans til að njóta hans á réttum forsendum.
Nokkur líkindi eru milli Jónasar og Kick-Ass ofurhetjunnar. Báðir sáu þeir að eitthvað þurfti að gera; Guð talaði við Jónas, óréttlæti talaði til Kick-Ass. Báðir lentu í miklu veseni áður en þeir gátu sinnt erindum sínum. Báðum er eignaður heiðurinn af miklum hetjudáðum sem lítil innistæða er fyrir (Kick-Ass er skömminni skárri því hann vann hetjudáð að lokum eftir að hafa verið réttur maður á réttum tíma oft, Jónas var bara vælukjói).
Sem betur fer hugsar Guð öðruvísi en Jónas. Um hvort er Guð umhugaðra: Margar plöntur út í sveit með fáu fólki eða margt fólk í borginni með fáum plöntum? Í Reykjavík búa 118.447 manns og enn meira með bæjunum í kring. Guð elskar svo sannarlega sveitina og landsbyggðina þar sem fólk nýtur sín í návist náttúrunnar. En Guð elskar og þráir að fólkið í borginni nýti nálægð hvers annars og lofi sig saman. Hann þráir að út frá borginni flæði réttlæti, friður, gleði og ávextir andans. Jónas var ekki með hugann við það. Hann langaði ekki að sjá Guð frelsa, sjá anda Guðs hræra við staðnum.
Jónas vildi sjá borg manna eyðast,
Guð vildi sjá borg Guðs verða til.
Biblíusögurnar kenna okkur.
fimmtudagur, desember 11, 2008
danni segir: gott

,,Þeim ykkar sem eru vanir að líta á trúna einungis sem sjúkdóm geðsins er áreiðanlega einnig tamt að gæla við þá hugmynd að hún sé mein sem auðveldara sé að þola, já, og ef til vill að hemja, svo lengi sem aðeins nokkrir einstaklingar á stangli eru haldnir því, en að hinn almenni háski rísi upp í hæstu hæðir og allt sé glatað óðar en allt of náinn söfnuður myndast meðal fáeinna óhamingjusamra manna af þessu tagi."
- Friedrich Schleiermacher.
föstudagur, júní 13, 2008
ég útskrifaðist.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)