þriðjudagur, maí 10, 2005


alveg eins og Old Sparky hefur verið Texas-búum áreiðanlegur hefur skólataskan mín verið mér hliðholl í fleiri ár. Hún hefur fylgt mér í meira en tíu ár, pældíðí. Þetta er mjög góð taska, þótt að undanfarið hafi hún aðeins farið að láta á sjá, eins og sést þá er eitt bandið slitið og svona. En toppeinkunn fyrir skólatösku, hún er líka frá 4U. Veit ekki hvort að upphenging sé þörf að ári, hver veit?

2 ummæli:

  1. þessi taska er snilldin ein, átti ekkert svo ósvipaða sjálf, hún var reyndar skærgræn og vék fyrir öðrum fyrir nokkrum árum, en þessi er æði, pink is beuty..hehe... :)

    SvaraEyða
  2. Hæ!:)
    alveg þinn litur, Danni minn! Velkominn í stúdents-hópinn;o) bestu vinarkveðjur
    Anna Sigga
    p.s. velkominn í útskriftarreisu noður...og mátt þá endilega pakka Björk með í bleiku töskuna!

    SvaraEyða