fimmtudagur, maí 26, 2005


fékk þessa skondnu mynd sem er tekin á Þingvöllum í apríl. Ég fór frá suðurhafseyjunni, úr sól og sumarfíling, upp á land og á Þingvelli og þar var bara snjór upp að mitti. Segja svo að v
Vestmannaeyjarnar séu eitthvað verri. pff.

Skrifað í sól og sumarfíling!

sunnudagur, maí 22, 2005


jæja... Þá hefur maður upplifað frelsi á nýjan leik! Fyrst var það þegar ég ég hætti að bera út Moggann. Það var ein besta stund lífs míns. Þvílíkur léttir. endilega að hringja í mig ef þú vilt vita meira um hversu yndislegt það var. Og svo núna stúdents.

þriðjudagur, maí 17, 2005


Var að baka vöpplur (meistarinn). Og maður fær alltaf svo góðar hugmyndir. Ég held að þetta sé með því fyndnara sem ég hef séð, græn vaffla. Hver hefði getað ímyndað sér svona vöfflu? ó boy

mánudagur, maí 16, 2005


fann þessa líka fínu mynd af mér sem var tekin fyrir tveimur árum. Þetta er úti í Hollandi. Skondið hvað myndin heitir, Loes and Iceland. Þetta var geggjað stuð. Dýrðarkennsla og samfélag. Jæja, þá er það bara útskrift á laugardag. Dýrð sé Guði.

þriðjudagur, maí 10, 2005


alveg eins og Old Sparky hefur verið Texas-búum áreiðanlegur hefur skólataskan mín verið mér hliðholl í fleiri ár. Hún hefur fylgt mér í meira en tíu ár, pældíðí. Þetta er mjög góð taska, þótt að undanfarið hafi hún aðeins farið að láta á sjá, eins og sést þá er eitt bandið slitið og svona. En toppeinkunn fyrir skólatösku, hún er líka frá 4U. Veit ekki hvort að upphenging sé þörf að ári, hver veit?

fimmtudagur, maí 05, 2005


Nú er ég ekki sáttur með .tk . Það er betra að nota danielst.blogspot.com í stað danielst.tk. Þið vitið kannski af hverju. Annars var ég að dimmitera og þemað var Austin Powers. Er ég ekki sætur?

ég ætla ekki einu sinni að reyna að setja tærnar þar sem að Hanna Lísa hefur hælana. Sendi bara mynd hérna af honum Einari. Þessi mynd finnst mér mjög skemmtileg og frekar fyndin. Veit ekki alveg var ég fann hana. Prófaðu að smella á hana og gá hvort að hún stækki...