miðvikudagur, desember 19, 2007

Noël



Nú eru jólin handan við hornið og þreyttir fá kærkomna hvíld.
Nú er búið að vera kaldara í Belgíu en á Íslandi í nokkra daga og því er ég því á leiðinni í hitann á Íslandi.
London í kvöld. Lena á morgun. Ísland á föstudaginn.

laugardagur, desember 08, 2007


"nú sitj[um] [v]ið Pippi... sveittir við að moða einhverju saman á meðan Aaron endurskrifar sínar ritgerðir bara svona upp á djókið..."1

1Kristín Jóna Kristjónsdóttir, 8. desember 2007.



miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Hann er upprisinn!

Til miska lélegs bloggs eru veikindi sem hafa hrjáð líkama minn undanfarna viku. Það bætir ekki upp fyrir vikurnar þar áður.

Nú er önnin er hálfnuð fer ég bráðum að huga að ritgerðum og lokaritgerð. Það er seinni tíma vandamál.

The Adventures of Danny Glenny


Teiti

Hjólatúrar

Rigning

Kirkja

Félagar

Lauf

Ein gömul for old times...

mánudagur, október 22, 2007

sunnudagur, september 30, 2007

Eftir þrotlausa vinnu sumarsins er ég kominn heim í heiðardalinn, til hennar elsku bestu Belgíu. Hún er fín að vanda.

Nú er ég orðinn efstibekkingur, hetja þeirra sem minna mega sín.

Ég fór til Englands í tvo daga um síðustu helgi á leið minni til hennar Belgíu. Þeim dögum var ekki varið til ónýtis.


þriðjudagur, ágúst 21, 2007



I did it... again! Half-marathon in Reykjavík. Ich bin dying now. I haven't trained at all this summer, I didn't even go out for a short jog to prepare. I definitely should have.

Ég tók þátt í hálfmaraþoninu á laugardaginn, þrátt fyrir engan undirbúning. Mamma bannar mér að taka þátt í öðru hlaupi án þess að hafa farið minnst einu sinni tvisvar út að skokka.
Ekki bjóða mér upp stiga.

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Kotmót 2007

aftur og nýbúið...

þriðjudagur, júlí 31, 2007

Það hefði kannski verið hægt að segja manni þá frá þessu með töfratakkann í word?
Sumarið er í algleymingi.






fimmtudagur, júlí 19, 2007

Loksins, loksins hef ég fengið lausn á einni af mínum stærstu spurningum: Af hverju byrja stafir að étast upp í word?
Þið hafið örugglega upplifað það að þegar þú eruð að vinna í word og alltíeinu byrja stafir að hverfa jafnóðum og skrifað er. Hingað til hef ég þurft að vista og slökkva á öllu word og hefja gamanið á nýju. Núna, með púra fikti, hef ég fundið svarið.

Ef þetta gerist þá ýtir maður á Insert-takkann. Þvílík uppgötvun. Ég vildi leyfa ykkur að njóta þessa.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Ég fór ekki langt um síðustu helgi, en ég fór ásamt ferskum peyjum að Glym í botni Hvalfjarðar. Það var glymjandi.

mánudagur, júní 25, 2007


gæðapeyjar og pæjur komu til eyja um helgina á sumarmót betel sem haldið var. maraþon fjör var og ömingja þeir sem ekki sáu sér fært að heimsækja hina fögru eyju ásamt svo ágætu fólki.

mánudagur, júní 18, 2007

17. júní mót 2007

Skoðið nokkrar myndir frá hinu frábæra 17. júní móti. Mikið var það nú ljúft.

mánudagur, júní 11, 2007

ég er kominn heim, enn á ný. síðustu dagarnir í belgíu voru indælir. fyrsti dagurinn heima hefur verið indæll.





I'm home. The weather is good and it's bright, all day and all night. I took the last picture shown here at 2 am last night just to show how bright it is. I was so amazed and so glad. The water tastes good. Yesterday I met Niko from Aaron's Well in the train and went with here to Hillsong in London. Matt Redman was leading worship and it was really nice. A nice surprise.
Have a good summer y'all.

sunnudagur, maí 20, 2007

Við

vorum stoppaðir í gær af löggunni. Vorum að keyra í gegnum Anderlecht og leikurinn greinilega nýbúinn og því vegatálmar. Við keyrðum í gegnum einn vegatálma og hópur af löggum á reiðhjólum flykktist á eftir okkur. Loks fattaði Antti að þetta væru löggur sem væru á eftir okkur og stoppaði bílinn. Þá hófst áhugavert samtal.

Laggan: tu as pas vu le politie (eða eitthvað svipað)
Antti: sorry, I don't speak french. English?
L: uhhh, you didn't see the police (klípir í ermina sína til að sýna búninginn)
A: no, in my country the police has different colours.
L: you return to your country alors.

Við vorum að vísu sex í fimm manna bílnum og mikil gleði að löggurnar vörpuðu ekki vasaljósum inn í bílinn.

fimmtudagur, maí 10, 2007

spoon guitar

Þetta vídeó er ég búinn að horfa á aftur og aftur, tugi skipta. Þessi maður verður við hlið himins að spila þetta þegar við mætum þangað.

mánudagur, maí 07, 2007

Búðingsdagurinn 2007

Hinn alþjóðlegi búðingsdagur haldinn hátíðlegur í annað skipti í Belgíu. Árleg hefð haldin þann 3. maí. Tilgangurinn er að njóta góðs búðings í góðum félagskap. Því frumlegri sem ílátin eru, því betra.






Fyrst þurfti að kaupa búðing og mjólk. Ég ætlaði að kaupa Royal á Íslandi en gleymdi því. Þannig að Dr. Oetker var fyrir valinu. Eftir kvöldmat byrjuðum við að huga að búðingsgerð og ílátunum. Urðu fyrir valinu skókassi, renniláspoki og nammikrukka. Illa gekk að hræra og láta búðinginn verða léttan og góðan. En allt kom fyrir ekki og eftir ísskáps- og frystiskælingu við gæddum okkur á afbragðsbúðing með skóbragði. Búðingsdagurinn 2007 í Belgíu var fyrnagóður. Það voru meira segja einhverjir hérna sem mundu eftir 3. maí og voru því tilbúnir fyrir átökin.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Hún Kristín minnti mig á það með auðmýkt í hjarta að ég hafði ekki bloggað í aprílmánuði. Þess vegna þarf ég aðeins að minnast á aprílmánuð áður en lengra er haldið. Apríl var fínn. Þrjár vikur á Íslandi og rúm vika í Belgique. Hér rýmast ekki orð yfir allt það sem gerðist í mínu lífu í apríl. Þið vitið sum sumt af því sem gerðist og er það allt í Guðs hendi. Þess vegna munu bara nokkrar lýsa sumu því sem í gangi var.
* Hang í Vestmannaeyjum
* Ferð á Hornafjörð
* Hang í Reykjavík
* Hang í Belgíu




mánudagur, mars 26, 2007

Ísland hvað!? Belgía er líka þekkt fyrir að gera grein að manni þegar kemur að veðri. Fyrir tveimur vikum var sólbaðsveður, í síðustu viku var snjór og frost. Þessa vikuna er sólbaðsveður á ný. Þvílík sæla.


Þarna borðuðum við örfáum dögum áður

sólskinsmyndir handa frænkum...

fimmtudagur, mars 15, 2007



Allt rólegt, bara smá hetjuslagsmál við og við, og hjólarúntar um göturnar.

Sumarið komið. Tuttugu gráður og hvítir handleggir birtast eins og grýlukerti fram úr ermum.

mánudagur, mars 05, 2007


Sumir hafa það gaman, sumir kjósa að hafa það miður.
Some have that fun, some choose to have that not. (transliterated)

sunnudagur, febrúar 25, 2007


Eftir að hafa haft augun opin fyrir jóladisk Sufjans þá fann ég hann í Leuven á laugardaginn fyrir viku. Plötubúðin var lokuð og til allrar hamingju fór ég aftur til Leuven á fimmtudaginn og keypti þá jóladiskinn. Þvílíkur pakki! Fimm diskar, plakat, hljómabók, límmiðar og fjör. Þessir diskar eru tær snilld. Við erum búnir að hlusta á þetta aftur og aftur og færir eintóma hamingju. Allir í góðu stuði og bætir væntumþykju og almenna vellíðan. Sumir kunna að segja að það sé annaðhvort of seint eða snemmt að hlusta á jólatónlist í lok febrúar, en hverjum er ekki sama.

Þar sem að það eru fimm diskar og allir diskarnir fá fimm stjörnur þá fær pakkinn 25 stjörnur plús aukastjörnur fyrir aukadót; *************************+****

Catherine Maria kom um daginn og sagði að þessi diskur væri gjarnan ófáanlegur. Nælið ykkur í eintak áður en jólahasarinn byrjar upp úr miðju ári.

laugardagur, febrúar 10, 2007


Ashleigh & Vesa
Þessar tvær elskur hafa ákveðið að eyða ævum sínum saman.


Daniel & Shabbir
Þessar tvær elskur hafa ekki ákveðið að eyða æva sínum saman, bara smástund.

sunnudagur, febrúar 04, 2007





bara smá svona.

var á spáni um síðustu helgi. hafði gaman í snjónum.

þriðjudagur, janúar 23, 2007


Hér er ég í skírn Sigurjóns Nóa frænda en hann er samt ekki á myndinni! Ég er með ömmum mínum hérna, ömmu Nínu á hægri hönd og ömmu Stellu á vinstri hönd. Hefðarkonur miklar.



Ég átti afmæli um daginn og fékk þessa dásamlegu fjársjóðskistu í gjöf frá Aroni. Full af sælgæti og dásamlegheitum. Svo verður þetta bara old-school skólataska, alltaf full af nammi... og bókum.

En on to the good stuff...

Ég er búinn að klippa mig!
Margir búnir að bíða lengi eftir þessari yfirlýsingu, hér er hún komin.


Klikkið á samfelluna til þess að sjá nánar.

Ég fann upp á mörgum leiðum til þess að færa fréttirnar um hármissinn en ákvað að fara bara einföldu leiðina. Einfaldleikinn er oft einfaldari.

Jæja... þá er ég skroppinn í helgarfrí til Spánar. Hasta la vista. Nú koma 5 áfangar í Spænsku vonandi að einhverjum notum.