sunnudagur, maí 20, 2007

Við

vorum stoppaðir í gær af löggunni. Vorum að keyra í gegnum Anderlecht og leikurinn greinilega nýbúinn og því vegatálmar. Við keyrðum í gegnum einn vegatálma og hópur af löggum á reiðhjólum flykktist á eftir okkur. Loks fattaði Antti að þetta væru löggur sem væru á eftir okkur og stoppaði bílinn. Þá hófst áhugavert samtal.

Laggan: tu as pas vu le politie (eða eitthvað svipað)
Antti: sorry, I don't speak french. English?
L: uhhh, you didn't see the police (klípir í ermina sína til að sýna búninginn)
A: no, in my country the police has different colours.
L: you return to your country alors.

Við vorum að vísu sex í fimm manna bílnum og mikil gleði að löggurnar vörpuðu ekki vasaljósum inn í bílinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli