þriðjudagur, janúar 23, 2007


Hér er ég í skírn Sigurjóns Nóa frænda en hann er samt ekki á myndinni! Ég er með ömmum mínum hérna, ömmu Nínu á hægri hönd og ömmu Stellu á vinstri hönd. Hefðarkonur miklar.



Ég átti afmæli um daginn og fékk þessa dásamlegu fjársjóðskistu í gjöf frá Aroni. Full af sælgæti og dásamlegheitum. Svo verður þetta bara old-school skólataska, alltaf full af nammi... og bókum.

En on to the good stuff...

Ég er búinn að klippa mig!
Margir búnir að bíða lengi eftir þessari yfirlýsingu, hér er hún komin.


Klikkið á samfelluna til þess að sjá nánar.

Ég fann upp á mörgum leiðum til þess að færa fréttirnar um hármissinn en ákvað að fara bara einföldu leiðina. Einfaldleikinn er oft einfaldari.

Jæja... þá er ég skroppinn í helgarfrí til Spánar. Hasta la vista. Nú koma 5 áfangar í Spænsku vonandi að einhverjum notum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli