Hinn alþjóðlegi búðingsdagur haldinn hátíðlegur í annað skipti í Belgíu. Árleg hefð haldin þann 3. maí. Tilgangurinn er að njóta góðs búðings í góðum félagskap. Því frumlegri sem ílátin eru, því betra.
Fyrst þurfti að kaupa búðing og mjólk. Ég ætlaði að kaupa Royal á Íslandi en gleymdi því. Þannig að Dr. Oetker var fyrir valinu. Eftir kvöldmat byrjuðum við að huga að búðingsgerð og ílátunum. Urðu fyrir valinu skókassi, renniláspoki og nammikrukka. Illa gekk að hræra og láta búðinginn verða léttan og góðan. En allt kom fyrir ekki og eftir ísskáps- og frystiskælingu við gæddum okkur á afbragðsbúðing með skóbragði. Búðingsdagurinn 2007 í Belgíu var fyrnagóður. Það voru meira segja einhverjir hérna sem mundu eftir 3. maí og voru því tilbúnir fyrir átökin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli