laugardagur, júní 03, 2006

Milekeja


Villukennandinn tekinn og píndur vegna bleiks bols með boðskap.

Gaman að hjóla um Brussel, svaka sport.

daníel og frú katrín frosna.




Margt búið að gerast og enn færri dagar til Íslands.

Við peyjarnir á vistinni höfum fengið nýtt áhugamál; að taka upp dans-vídeó. Alskonar vídeó með fjölbreyttri tónlist, þó aðallega Bollywood-músík. Ætli það stafi ekki af sólarleysi undanfarna daga, en hún ætlar að skína næstu daga (par la foi).

Eftir viku verður allt búið, þangað til í haust þegar það byrjar aftur. Get ekki ímyndað mér að fara í Biblíuskóla í 3 mánuði eða 6 eða 9, það er alltof stutt. ALLTOF. Ég og Helgi spjöllum oft um þetta, og eftir þrjú ár hefur hann sömu tilfinningu. Margir telja mann ruglaðan að ,,eyða" þremur árum í Bilíuskóla og ég hef bara eitt við svoleiðis fólk að segja: Það er rétt. Það er ekki fyrir neinn heilbrigðan mann að fara út í neitt svona lagað.

En hvað um það, ég hlakka til að koma heim, og ég held að séu nokkrir þar sem hlakka til þess að sjá mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli