fimmtudagur, maí 25, 2006

Nú eru bara nokkrir dagar eftir af fyrsta ári mínu hér í Belgíu, tvær og hálf vika og ég er heima. Það er nú tíminn sem að meðal ferðareisa tekur. Það verður nú samt ekki bara fjör hér á bæ, samt bara aðallega. Lestur bóka og próftaka er eftir og veðrið er akkúrat rétt fyrir svoleiðis gjörning. Í gærkvöldi horfði ég á Hringadrottinssögu, allt heila klabbið, og það á frönsku. Franskan byrjaði að hljóma eðlilega þegar gengið var á Tveggja Turna Tal, svo það var ekki alslæmt. Horfðum frá 8 í gærkvöldi til hálf 6 í morgun. Vorum því miður ekki með lengdu útgáfuna, bara "stuttu".

Shabbir eftir maraþonglápið

Í dag ætlaði ég svo á íslenska grundu, en hún var lokuð. Ætlaði ég að kjósa, en sendiráðið var lokað vegna frekar almenns frídags hér í Belgíu. Átti ég því bara ljúfan dag með Aroni og Filippusi.

Hefði ég verið glaðari, fengi ég að kjósa?

Ég held að sumarið verði annars frekar ljúft, vinnan mín verður áhugaverð og dótarí.
Þetta er lengri texti en áður, býst samt við því að hann segir minna en ein, tvær myndir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli