föstudagur, júní 09, 2006
Þá er komið að því, útskrift og heimför. Útskrift fyrir Helga og heimför fyrir mig. Mig verður það nú ósköp ljúft.
Talandi um að kvarta yfir hitastigi; á morgun verður eflaust mjög heitt úti og hitinn í kapellunni verður óbærilegur vegna ó-loftræstingar, 300 manns og jakkafataklæðnaðs. En þetta verður eflaust fínt, allavega þegar þetta er liðið.
Á morgun verða nokkur "bless, þangað til á himnum" sögð, en mest verður það bara "sjáumst í haust". Gott að hugsa til þess, þó að fólk einblíni á það hversu langt er til haustsins.
Þetta eru gaurarnir sem eru að koma til Íslands, Helgi B.Div.(Hon) og Daníel stúdent.
Þar sem ég veit að Kristín verður ekki ánægð með að vera skilin út undan þá ætti ég að setja hér eina borðu-mynd af henni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli