Ritgerðatími enn á ný. Það er margt hægt að gera sér til dundurs þegar maður þarf að skrifa ritgerðir. Maður finnur sér afsakanir til þess að gera hluti sem maður myndi annars ekki gera, nema til að seinka nauðsynlegum ritgerðaskrifum. M.a. er maður fús að hjálpa fólki að flytja, hjálpa fólki með tölvur, fara í göngutúra og þar fram eftir götunum. Einnig er internetið stórt svarthol sem maður þarf að vara sig á, ekki gengur það alltaf vel (eins og raun ber vitni!).
En núna bíður Matteus mín, með hið skemmtilega vers um úlfaldann í gegnum nálaraugað...
Ljúfum Englendingum er boðið að skreppa til Íslands
Eins og ég tek því rólega hér í Belgíu, þá var því einnig tekið í Bristol, Englandi.
Þetta er Belgía á föstudaginn, ljúfa Belgía.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli