sunnudagur, nóvember 13, 2005

Ef að sumt fólk bloggaði aðeins eftir utanlandsferðir þá væri leiðinlegt að fylgjast með því fólki en svo er ekki raunin með mig. Ég get verið síbloggandi og með nýjar utanlandsferðir á takteinum ætíð.

Var að koma frá henni París. Var á unglingamóti þar, CIJEM, og voru slatti af krökkum þar, 1000 kall. Fór þangað í völdum hópi til að kynna hinn ástkæra CTS-skóla. Mjög gaman. Það besta við mótið var þegar Bróðir Andrew talaði. Bróðir Andrew er Smyglari Guðs. Hefur upplifað ótrúlega hluti og þvílík viska, beint að ofan. Svo voru tónleikar með OUT OF EDEN. Ekki alveg Daníel Steingrímsson en tónleikaregla nr. 1 er að fíla sig. Það var og það sem ég gerði. Var ekki var við neinar óeirðir en nógur slatti var af löggum og sérsveitarmönnum. Líklega voru peyjarnir bara hræddir við allan grúann.


Bróðir Andrés, Fére André, talandi. Magnað, Megnum.
Brother Andrew speaking

Out of Eden, súperkúl. Ekki beint, en samt gaman að þessu. Playbacksöngur í gæðaflokki.

Gaman, gaman að hitta Espen og Miriam aftur. Þau voru á mótinu og var það stuð. franskur félagi með.
The Norwegian friends, Espen and Miriam.

Jebb, Áslaug, hin bandaríska, og Daníel á góðri stundu.
Rugl. Bulls***

Heimsins stærsta fartölva
The world's biggest Laptop


Concert rule nr. 1: Go nuts. That's what Daniel Steingrimsson did when he went to Paris only to see Out of Eden in concert. Saw also Brother Andrew and that was awesome.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli