sunnudagur, febrúar 25, 2007


Eftir að hafa haft augun opin fyrir jóladisk Sufjans þá fann ég hann í Leuven á laugardaginn fyrir viku. Plötubúðin var lokuð og til allrar hamingju fór ég aftur til Leuven á fimmtudaginn og keypti þá jóladiskinn. Þvílíkur pakki! Fimm diskar, plakat, hljómabók, límmiðar og fjör. Þessir diskar eru tær snilld. Við erum búnir að hlusta á þetta aftur og aftur og færir eintóma hamingju. Allir í góðu stuði og bætir væntumþykju og almenna vellíðan. Sumir kunna að segja að það sé annaðhvort of seint eða snemmt að hlusta á jólatónlist í lok febrúar, en hverjum er ekki sama.

Þar sem að það eru fimm diskar og allir diskarnir fá fimm stjörnur þá fær pakkinn 25 stjörnur plús aukastjörnur fyrir aukadót; *************************+****

Catherine Maria kom um daginn og sagði að þessi diskur væri gjarnan ófáanlegur. Nælið ykkur í eintak áður en jólahasarinn byrjar upp úr miðju ári.

laugardagur, febrúar 10, 2007


Ashleigh & Vesa
Þessar tvær elskur hafa ákveðið að eyða ævum sínum saman.


Daniel & Shabbir
Þessar tvær elskur hafa ekki ákveðið að eyða æva sínum saman, bara smástund.

sunnudagur, febrúar 04, 2007





bara smá svona.

var á spáni um síðustu helgi. hafði gaman í snjónum.

þriðjudagur, janúar 23, 2007


Hér er ég í skírn Sigurjóns Nóa frænda en hann er samt ekki á myndinni! Ég er með ömmum mínum hérna, ömmu Nínu á hægri hönd og ömmu Stellu á vinstri hönd. Hefðarkonur miklar.



Ég átti afmæli um daginn og fékk þessa dásamlegu fjársjóðskistu í gjöf frá Aroni. Full af sælgæti og dásamlegheitum. Svo verður þetta bara old-school skólataska, alltaf full af nammi... og bókum.

En on to the good stuff...

Ég er búinn að klippa mig!
Margir búnir að bíða lengi eftir þessari yfirlýsingu, hér er hún komin.


Klikkið á samfelluna til þess að sjá nánar.

Ég fann upp á mörgum leiðum til þess að færa fréttirnar um hármissinn en ákvað að fara bara einföldu leiðina. Einfaldleikinn er oft einfaldari.

Jæja... þá er ég skroppinn í helgarfrí til Spánar. Hasta la vista. Nú koma 5 áfangar í Spænsku vonandi að einhverjum notum.

fimmtudagur, janúar 11, 2007



Á árinu 2006 féllu margir í valinn. Allir nema ég! Tryggvi féll síðasta vetur, Sigurjón stal senunni í júní en missti hárið, lokkar Gauja duttu af í desember og José lenti í vélinni seinna í des. Gunnar Friðberg féll langt fyrir aldur fram og Elí þarna í millitíðinni. Tómas Ibsen var líka alkunnur á SÍNUM tíma. En ég stend ennþá eftir að hafa safnað núna í nærri 5 ár og verið með lengra en axlarsítt í rúm 3 ár. Þetta var bara lubbi þangað til. Núna í byrjun árs var ég alveg viss á því að minn tími væri kominn. Ég sagði Sigurjóni um jólin að ég ætti eitt tvö ár eftir en hann gaf mér fram á sumar. Ég hélt svo núna fyrir nokkrum dögum að þetta væri bara búið og ég ætti að fá mér "alvöru" klippingu. En svo áttaði ég mig. Ég kynntist Schwarzkopf hárnæringunni. Auk þess sem það ilmar alveg frábærlega þá er það silkimjúkt.

Fyrir svona tveimur árum þá þvoði ég hárið mitt ekki með sjampú og hárnæringu í eitt og hálft ár og það var alveg dásamlegt. En svo féll ég í sjampúnotkun og víst maður er á annað borð að þessu þá ætti maður alveg eins að prófa sig áfram í mismunandi hárnæringum. Það er bara gaman.

Þannig að þið sem hélduð að ég væri á limminni gefið mér svona einn tvo mánuði. Ég lofa engu í þessum efnum. Það eru jafn margar sveiflur í þessu og á kóngsinstónleikum.

Daníel & sLeví

Amma Nína, Daníel og amma Stella. Mikill heiður að vera milli svo merkra kvenna.

sLeví kýldur af gMörtu. Ingvar þó...

Kíkið á síðu gMörtu til þess að sjá alskemmtilega mynd af kappanum.