fimmtudagur, janúar 11, 2007



Á árinu 2006 féllu margir í valinn. Allir nema ég! Tryggvi féll síðasta vetur, Sigurjón stal senunni í júní en missti hárið, lokkar Gauja duttu af í desember og José lenti í vélinni seinna í des. Gunnar Friðberg féll langt fyrir aldur fram og Elí þarna í millitíðinni. Tómas Ibsen var líka alkunnur á SÍNUM tíma. En ég stend ennþá eftir að hafa safnað núna í nærri 5 ár og verið með lengra en axlarsítt í rúm 3 ár. Þetta var bara lubbi þangað til. Núna í byrjun árs var ég alveg viss á því að minn tími væri kominn. Ég sagði Sigurjóni um jólin að ég ætti eitt tvö ár eftir en hann gaf mér fram á sumar. Ég hélt svo núna fyrir nokkrum dögum að þetta væri bara búið og ég ætti að fá mér "alvöru" klippingu. En svo áttaði ég mig. Ég kynntist Schwarzkopf hárnæringunni. Auk þess sem það ilmar alveg frábærlega þá er það silkimjúkt.

Fyrir svona tveimur árum þá þvoði ég hárið mitt ekki með sjampú og hárnæringu í eitt og hálft ár og það var alveg dásamlegt. En svo féll ég í sjampúnotkun og víst maður er á annað borð að þessu þá ætti maður alveg eins að prófa sig áfram í mismunandi hárnæringum. Það er bara gaman.

Þannig að þið sem hélduð að ég væri á limminni gefið mér svona einn tvo mánuði. Ég lofa engu í þessum efnum. Það eru jafn margar sveiflur í þessu og á kóngsinstónleikum.

Daníel & sLeví

Amma Nína, Daníel og amma Stella. Mikill heiður að vera milli svo merkra kvenna.

sLeví kýldur af gMörtu. Ingvar þó...

Kíkið á síðu gMörtu til þess að sjá alskemmtilega mynd af kappanum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli