þriðjudagur, janúar 23, 2007


Hér er ég í skírn Sigurjóns Nóa frænda en hann er samt ekki á myndinni! Ég er með ömmum mínum hérna, ömmu Nínu á hægri hönd og ömmu Stellu á vinstri hönd. Hefðarkonur miklar.



Ég átti afmæli um daginn og fékk þessa dásamlegu fjársjóðskistu í gjöf frá Aroni. Full af sælgæti og dásamlegheitum. Svo verður þetta bara old-school skólataska, alltaf full af nammi... og bókum.

En on to the good stuff...

Ég er búinn að klippa mig!
Margir búnir að bíða lengi eftir þessari yfirlýsingu, hér er hún komin.


Klikkið á samfelluna til þess að sjá nánar.

Ég fann upp á mörgum leiðum til þess að færa fréttirnar um hármissinn en ákvað að fara bara einföldu leiðina. Einfaldleikinn er oft einfaldari.

Jæja... þá er ég skroppinn í helgarfrí til Spánar. Hasta la vista. Nú koma 5 áfangar í Spænsku vonandi að einhverjum notum.

fimmtudagur, janúar 11, 2007



Á árinu 2006 féllu margir í valinn. Allir nema ég! Tryggvi féll síðasta vetur, Sigurjón stal senunni í júní en missti hárið, lokkar Gauja duttu af í desember og José lenti í vélinni seinna í des. Gunnar Friðberg féll langt fyrir aldur fram og Elí þarna í millitíðinni. Tómas Ibsen var líka alkunnur á SÍNUM tíma. En ég stend ennþá eftir að hafa safnað núna í nærri 5 ár og verið með lengra en axlarsítt í rúm 3 ár. Þetta var bara lubbi þangað til. Núna í byrjun árs var ég alveg viss á því að minn tími væri kominn. Ég sagði Sigurjóni um jólin að ég ætti eitt tvö ár eftir en hann gaf mér fram á sumar. Ég hélt svo núna fyrir nokkrum dögum að þetta væri bara búið og ég ætti að fá mér "alvöru" klippingu. En svo áttaði ég mig. Ég kynntist Schwarzkopf hárnæringunni. Auk þess sem það ilmar alveg frábærlega þá er það silkimjúkt.

Fyrir svona tveimur árum þá þvoði ég hárið mitt ekki með sjampú og hárnæringu í eitt og hálft ár og það var alveg dásamlegt. En svo féll ég í sjampúnotkun og víst maður er á annað borð að þessu þá ætti maður alveg eins að prófa sig áfram í mismunandi hárnæringum. Það er bara gaman.

Þannig að þið sem hélduð að ég væri á limminni gefið mér svona einn tvo mánuði. Ég lofa engu í þessum efnum. Það eru jafn margar sveiflur í þessu og á kóngsinstónleikum.

Daníel & sLeví

Amma Nína, Daníel og amma Stella. Mikill heiður að vera milli svo merkra kvenna.

sLeví kýldur af gMörtu. Ingvar þó...

Kíkið á síðu gMörtu til þess að sjá alskemmtilega mynd af kappanum.

föstudagur, desember 29, 2006


Shabbir, Daníel og Phillip. Allt í ljúfu lyndi í Belgique.

Það er mikið gaman hægt að hafa af tveimur plastfótum. Lena frænka mín nýtur góðra leggja.

Ef að ég væri ekki Daníel Steingrímsson, en þekkti hann, þá mundi ég bíða spenntur eftir hverri uppfærslu á síðunni hans. Ég meina spennuna yfir skemmtilegum myndum (sérstaklega þá af honum) og allt það sem hann segir og ég botna ekkert í en er lúmskt fyndið. Það eru örugglega rosaleg forréttindi að vera lesandi þessa bloggs og sérstaklega að fá að gefa af sér visku í formi kommenta. Ég fyllist bara lotningu þegar ég hugsa um það hve mikinn tíma síðan mín hlítur að taka af lífum fólks. Fólk stendur ávallt frammi fyrir erfiðum ákvörðunum; ætti ég að kveikja á tölvunni og athuga hvort Daníel sé búinn að uppfæra eða ætti ég að skreppa í sturtu, fara í vinnu, borða, sofa eða hvað annað sem fólk gerir á milli þess sem það er ekki að skoða síðuna mína.

Don't ip gogg with this guy! klikk on the foto to see all the handsomeness

þriðjudagur, desember 12, 2006

Jólin eru á næsta leiti. Það fáum við greinilega að sjá hér í belgíu. Uppblásnir jólasveinar og betlandi fólk. Hvað gefur meiri jólastemningu!?

Santa Claus is coming to town. You can really see that here in our sweet Brussels. We'll probably see it better anywhere elsewhere!

miðvikudagur, desember 06, 2006

>2x7 til heimfarar. Ég er ekki kaþólskur... ekki enn.

Sigurjón Nói fæddist um daginn. Þar sem að ég var ekki á staðnum þá veit ég ekki alveg hvað gerðist, en ég get ímyndað mér að það var einhvern veginn svona:


Bónus:

Þessi mynd er klassík. Peyjarnir á Stakkóinu. Allhárprúðir.