laugardagur, nóvember 18, 2006

Fór til Leuven í gær og er þar aðalguðfræðibókasafnið í Belgíu, þó víðar væri leitað. Fann þar alskonar góðgæti fyrir ritgerðir og dótarí.

Fórum í ítalska pítseríu um kvöldmatarleytið þar á bæ og voru þau með sérstakar nemenda pítsur sem hentuðu okkur vel. Frekar áhugavert samtalið sem ég átti við þjóninn. Gæti verið tekið beint úr bíómynd.
Þjónn: What can I give you?
Daníel: I'll take pizza with salami and ananas.
Þjónn: No, that's not possible. You have to order from the menu, because the boss doesn't like changes.
Daníel: Oh, can't you try?
Þjónn: Well, I can try, but the boss is not going to be happy!

Fékk ég ekki svo þessa ágætis pítsu andartökum seinna.

Hitti tvær Íslendingar stelpur í gær. Fyrsta skiptið sem ég hitti Íslendinga í Belgíu, fyrir utan að hafa séð Árna Snævarr í metróinu. Prýðisstelpur sem eru í skiptinámi í svo sem eitt ár. Frekar skondið að labba á móti þeim og heyra íslenskuna, vissi ekki alveg hvað ég átti að segja, gubbaði svo upp úr mér einu góðu kvöldi.

All is Well...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli