Það er kominn tími til að opinbera svolítið.
Þetta er búið að vera í þróun í svo sem mánuð og búið að vera skemmtilegt.
Fólk spyr alltaf spurninga um svona lagað og því ástæða til að svara því hér og opinbera.
Hárliturinn er rauð-brúnn og passar vel við fallega blá augun. Fullkomin samsetning síða hársins og augnanna.
Þú gætir spurt þig hvort þetta muni endast eður ei, en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Tímasetningin er rétt og allt í blómanum.
Sumir lítur mann stundum hornauga vegna þessa sambands, en maður er tilbúinn að fórna sér fyrir eitthvað svona.
...
...
Já, þú giskaðir rétt, ÉG ER KOMINN MEÐ SKEGG AFTUR... LOKSINS. Þetta er bara svo rétt. (allt ofangreint á við skeggið, ekki að eitthvað rómantísk samband sé á milli mín og skeggsins, bara koma ykkur lyktina á rjúkandi nautasteik, sem var svo bara svínasteik)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli