fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Það er kominn tími til að opinbera svolítið.

Þetta er búið að vera í þróun í svo sem mánuð og búið að vera skemmtilegt.

Fólk spyr alltaf spurninga um svona lagað og því ástæða til að svara því hér og opinbera.

Hárliturinn er rauð-brúnn og passar vel við fallega blá augun. Fullkomin samsetning síða hársins og augnanna.

Þú gætir spurt þig hvort þetta muni endast eður ei, en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Tímasetningin er rétt og allt í blómanum.

Sumir lítur mann stundum hornauga vegna þessa sambands, en maður er tilbúinn að fórna sér fyrir eitthvað svona.

...

...

Já, þú giskaðir rétt, ÉG ER KOMINN MEÐ SKEGG AFTUR... LOKSINS. Þetta er bara svo rétt. (allt ofangreint á við skeggið, ekki að eitthvað rómantísk samband sé á milli mín og skeggsins, bara koma ykkur lyktina á rjúkandi nautasteik, sem var svo bara svínasteik)

laugardagur, nóvember 18, 2006

Fór til Leuven í gær og er þar aðalguðfræðibókasafnið í Belgíu, þó víðar væri leitað. Fann þar alskonar góðgæti fyrir ritgerðir og dótarí.

Fórum í ítalska pítseríu um kvöldmatarleytið þar á bæ og voru þau með sérstakar nemenda pítsur sem hentuðu okkur vel. Frekar áhugavert samtalið sem ég átti við þjóninn. Gæti verið tekið beint úr bíómynd.
Þjónn: What can I give you?
Daníel: I'll take pizza with salami and ananas.
Þjónn: No, that's not possible. You have to order from the menu, because the boss doesn't like changes.
Daníel: Oh, can't you try?
Þjónn: Well, I can try, but the boss is not going to be happy!

Fékk ég ekki svo þessa ágætis pítsu andartökum seinna.

Hitti tvær Íslendingar stelpur í gær. Fyrsta skiptið sem ég hitti Íslendinga í Belgíu, fyrir utan að hafa séð Árna Snævarr í metróinu. Prýðisstelpur sem eru í skiptinámi í svo sem eitt ár. Frekar skondið að labba á móti þeim og heyra íslenskuna, vissi ekki alveg hvað ég átti að segja, gubbaði svo upp úr mér einu góðu kvöldi.

All is Well...

þriðjudagur, nóvember 14, 2006


Aroni

ég og áslaug á makdí


Allskonar dót í gangi, hef lítinn áhuga á að bulla allt of mikið.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

"The man Jesus of Nazareth is not the true Son of God because He was conceived by the Holy Spirit and born of the Virgin Mary. On the contrary, because He is the true Son of God and because this is an inconveicable mystery intended to be acknowledged as such, therefore He is conveived by the Holy Spirit and born of the Virgin May. And because He is thus conveived and born, He has to be recognised and acknowledged as the One He is and in the mystery in which He is the One He is." - Karl Barth. Church Dogmatics.

Er að skrifa um samband syndleysis Jesú og meyjarfæðingarinnar. Áhugavert nokk.

Jólin nálgast...