mánudagur, febrúar 20, 2006


Skeggið á góðri leið.

Ég og Aron, minn besti vinur hér, bíðandi eftir neðanjarðarlestinni. vúhú. veit ekki hvað hnefinn þýðir, örugglega bara vúhú.

Nú líður manni eins og manni aftur. Skeggið komið aftur á, tók það rétt af vegna jólanna. En núna er allt komið í lag aftur. Þökk sé Guði fyrir það.
Lítið afmælisteiti var haldið í tilefni af afmæli Áslaugar á laugardaginn. Fórum við svo nokkur niður í miðbæ Brussel. Fórum á kaffihús sem að var áður kirkja. Ég veit ekki hversu sniðugt það er að kirkjunni hafi verið lokað, en kaffihúsið var flott. Talandi um kaffi: það er margt á könnunni hjá mér; tónleikar með CTS Söngvurunum, ritgerðir, lestur, og margt annað spennandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli