mánudagur, febrúar 27, 2006
bollusnökt
í dag er besti dagur ársins... ef ég byggi á íslandi!
ég er engar bollur búinn að fá í dag og útlitið er ekki gott. Helgi og Kristín, annars myndarhjón, eru á báðum fótum hvort að bollur eigi að vera útbúnar. Ég er búinn að bjóða fram mína hjálp, sem að yrði gríðarleg vegna ótrúlegra vatnsdeigsbollna-hæfileika. Kannski fara þau út í búð og kaupa rjóma og sultu, ég vona svo sannarlega. Ef þið lesið þetta og fóruð ekki út í búð þá SKAMM SKAMM. En ef þið fóruð út í búð, keyptuð gúmmelaði fyrir bollur, leyfðuð mér að koma og baka, og svo sitja allir í vellystingum þá HÚRRA, Hip-hop HÚRRA fyrir ykkur.
Annars eru afgangs-bollur vel þegnar í gegnum póst:
CTS c/o Daníel Steingrímsson
Kasteelstraat 48
1600 Sint-Pieters-Leeuw
Belgium
Vel þegnar vel þvegnar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli