mánudagur, febrúar 27, 2006

bollusnökt


í dag er besti dagur ársins... ef ég byggi á íslandi!
ég er engar bollur búinn að fá í dag og útlitið er ekki gott. Helgi og Kristín, annars myndarhjón, eru á báðum fótum hvort að bollur eigi að vera útbúnar. Ég er búinn að bjóða fram mína hjálp, sem að yrði gríðarleg vegna ótrúlegra vatnsdeigsbollna-hæfileika. Kannski fara þau út í búð og kaupa rjóma og sultu, ég vona svo sannarlega. Ef þið lesið þetta og fóruð ekki út í búð þá SKAMM SKAMM. En ef þið fóruð út í búð, keyptuð gúmmelaði fyrir bollur, leyfðuð mér að koma og baka, og svo sitja allir í vellystingum þá HÚRRA, Hip-hop HÚRRA fyrir ykkur.

Annars eru afgangs-bollur vel þegnar í gegnum póst:
CTS c/o Daníel Steingrímsson
Kasteelstraat 48
1600 Sint-Pieters-Leeuw
Belgium

Vel þegnar vel þvegnar

mánudagur, febrúar 20, 2006


Skeggið á góðri leið.

Ég og Aron, minn besti vinur hér, bíðandi eftir neðanjarðarlestinni. vúhú. veit ekki hvað hnefinn þýðir, örugglega bara vúhú.

Nú líður manni eins og manni aftur. Skeggið komið aftur á, tók það rétt af vegna jólanna. En núna er allt komið í lag aftur. Þökk sé Guði fyrir það.
Lítið afmælisteiti var haldið í tilefni af afmæli Áslaugar á laugardaginn. Fórum við svo nokkur niður í miðbæ Brussel. Fórum á kaffihús sem að var áður kirkja. Ég veit ekki hversu sniðugt það er að kirkjunni hafi verið lokað, en kaffihúsið var flott. Talandi um kaffi: það er margt á könnunni hjá mér; tónleikar með CTS Söngvurunum, ritgerðir, lestur, og margt annað spennandi.

föstudagur, febrúar 10, 2006



Helgi bara orðinn negri og Aaron í ruglinu.

Ljúft er lífið hér. Skóli á fullu og lestur bóka er í hámarki. Nýja önnin hófst í byrjun febrúar og er ég í mörgum skemmtilegum áföngum.

Ég er í tveggja vikna fríi eftir páska. eitthvað stórt á eftir að gerast þá. Ekki ætla ég til Íslands. Veist þú hvað ég ætti að gera í þessu fríi? Mig vantar ekki ímyndunaraflið, bara gaman að fá hugmyndir.