Nú eru bara nokkrir dagar eftir af fyrsta ári mínu hér í Belgíu, tvær og hálf vika og ég er heima. Það er nú tíminn sem að meðal ferðareisa tekur. Það verður nú samt ekki bara fjör hér á bæ, samt bara aðallega. Lestur bóka og próftaka er eftir og veðrið er akkúrat rétt fyrir svoleiðis gjörning. Í gærkvöldi horfði ég á Hringadrottinssögu, allt heila klabbið, og það á frönsku. Franskan byrjaði að hljóma eðlilega þegar gengið var á Tveggja Turna Tal, svo það var ekki alslæmt. Horfðum frá 8 í gærkvöldi til hálf 6 í morgun. Vorum því miður ekki með lengdu útgáfuna, bara "stuttu".
Shabbir eftir maraþonglápið
Í dag ætlaði ég svo á íslenska grundu, en hún var lokuð. Ætlaði ég að kjósa, en sendiráðið var lokað vegna frekar almenns frídags hér í Belgíu. Átti ég því bara ljúfan dag með Aroni og Filippusi.
Hefði ég verið glaðari, fengi ég að kjósa?
Ég held að sumarið verði annars frekar ljúft, vinnan mín verður áhugaverð og dótarí.
Þetta er lengri texti en áður, býst samt við því að hann segir minna en ein, tvær myndir.
laugardagur, maí 20, 2006
Nokkrar myndir frá því sem er að gerast.
Kannski einhver sannleikskorn í orðum Smára, í kommenti á síðasta póst. En það var unnið vel og lengi að ritgerðum, og þeim skilað síðasta mánudag. Núna er JassMaraþon Brusselborgar og nutum við í gærkveldi allskonar tónlistar.
Alex og ég tilbúnir til að spila á tónleikum fyrir nokkrum dögum.
Þessi gaur bræddi hjartað mitt. Þvílíkt líflegur gaur og gaman að hlusta og dansa við músikina sem þeir spiluðu.
Rúmba!
Við fögnuðum ritgerðaskilum með lautarferð. Frekar ljúft.
Kannski einhver sannleikskorn í orðum Smára, í kommenti á síðasta póst. En það var unnið vel og lengi að ritgerðum, og þeim skilað síðasta mánudag. Núna er JassMaraþon Brusselborgar og nutum við í gærkveldi allskonar tónlistar.
Alex og ég tilbúnir til að spila á tónleikum fyrir nokkrum dögum.
Þessi gaur bræddi hjartað mitt. Þvílíkt líflegur gaur og gaman að hlusta og dansa við músikina sem þeir spiluðu.
Rúmba!
Við fögnuðum ritgerðaskilum með lautarferð. Frekar ljúft.
laugardagur, maí 13, 2006
Ritgerðatími enn á ný. Það er margt hægt að gera sér til dundurs þegar maður þarf að skrifa ritgerðir. Maður finnur sér afsakanir til þess að gera hluti sem maður myndi annars ekki gera, nema til að seinka nauðsynlegum ritgerðaskrifum. M.a. er maður fús að hjálpa fólki að flytja, hjálpa fólki með tölvur, fara í göngutúra og þar fram eftir götunum. Einnig er internetið stórt svarthol sem maður þarf að vara sig á, ekki gengur það alltaf vel (eins og raun ber vitni!).
En núna bíður Matteus mín, með hið skemmtilega vers um úlfaldann í gegnum nálaraugað...
Ljúfum Englendingum er boðið að skreppa til Íslands
Eins og ég tek því rólega hér í Belgíu, þá var því einnig tekið í Bristol, Englandi.
Þetta er Belgía á föstudaginn, ljúfa Belgía.
En núna bíður Matteus mín, með hið skemmtilega vers um úlfaldann í gegnum nálaraugað...
Ljúfum Englendingum er boðið að skreppa til Íslands
Eins og ég tek því rólega hér í Belgíu, þá var því einnig tekið í Bristol, Englandi.
Þetta er Belgía á föstudaginn, ljúfa Belgía.
mánudagur, maí 08, 2006
miðvikudagur, maí 03, 2006
Hinn alþjóðlegi búðingsdagur haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í Belgíu. Árleg hefð haldin þann 3. maí. Tilgangurinn er að njóta góðs búðings í góðum félagskap. Því frumlegra sem ílátin eru, því betra.
Allt tilbúið til að hefjast handa á búðingsgerð. Það var enginn Royal búðingur, en sögur herma að Dr. Oetker sé jafnvel betri en Royal.
Það voru nokkur augnablik þar sem óljóst var hvað myndi gerast næst. Þetta var eitt af þeim. Frekar ógnvænlegt.
Ég að blanda súkkulaðibúðinginn í lampaskerminum.
Aaron tekur á því, þegar hann blandar bananabúðing í Gold-Fish pakka. Gold-Fish er amerískt góðgæti, svona smákex eitthvað.
Ég að blanda jarðarberjabúðing beint út í mjólkurflöskuna.
Ég að hrista búðinginn, því það var jú ekki hægt að koma blandaranum þarna oní. Fyrsta skipti sem ég fæ ískalda, drekkanlega mjólk hér í Belgíu. Naut þess í botn.
Lampaskermurinn og Gold-Fish pakkinn kælast í ísskápnum.
Ninoslav að borða búðing, beitir hinni einu sönnu bosnísku aðferð við að borða búðing.
Helgi nýtur búðingsins, var þó var um sig að setja ekki of mikinn búðing á mjaðmirnar.
Ég held ég hafi borðað of mikinn búðing.
Myndir af fyrsta belgíska búðingsdeginum má einnig finna hér.
Allt tilbúið til að hefjast handa á búðingsgerð. Það var enginn Royal búðingur, en sögur herma að Dr. Oetker sé jafnvel betri en Royal.
Það voru nokkur augnablik þar sem óljóst var hvað myndi gerast næst. Þetta var eitt af þeim. Frekar ógnvænlegt.
Ég að blanda súkkulaðibúðinginn í lampaskerminum.
Aaron tekur á því, þegar hann blandar bananabúðing í Gold-Fish pakka. Gold-Fish er amerískt góðgæti, svona smákex eitthvað.
Ég að blanda jarðarberjabúðing beint út í mjólkurflöskuna.
Ég að hrista búðinginn, því það var jú ekki hægt að koma blandaranum þarna oní. Fyrsta skipti sem ég fæ ískalda, drekkanlega mjólk hér í Belgíu. Naut þess í botn.
Lampaskermurinn og Gold-Fish pakkinn kælast í ísskápnum.
Ninoslav að borða búðing, beitir hinni einu sönnu bosnísku aðferð við að borða búðing.
Helgi nýtur búðingsins, var þó var um sig að setja ekki of mikinn búðing á mjaðmirnar.
Ég held ég hafi borðað of mikinn búðing.
Myndir af fyrsta belgíska búðingsdeginum má einnig finna hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)