mánudagur, apríl 17, 2006

Nú er ég kominn heim til Belgíu eftir tónleikaferðina. Mikið verulega var ferðin skemmtileg, og margt skemmtilegt sem gerðist. Kynntist fullt af fólki, bæði úr skólanum og í mismunandi löndum. Fylgir hér ein mynd frá hverju landi.


Frakkland. Ég og Alexander. Nógur var hitinn þar, en húfan fékk samt ekki að fjúka.

Sviss. Fórum upp í hæðir og þar var nýfallinn snjór, magnað að smakka, þó fólk hafi talið mann snaran.

Austurríki. Þarna er hópurinn allur á mynd. Ef þú klikkar á myndina geturu séð mig betur, hver myndi ekki vilja það?

Þýskaland. Þar beið mín RISA Fender stæða, og notaði ég tækifærið og spilaði, glaðbrosandi, mína fegurstu tóna.

Þetta er rétt svo brot af því sem gerðist, og þeim myndum sem ég tók. En myndunum er einungis ætlað að gefa smjörþefinn af því hversu gaman var. Gaman gaman.

Á morgun er ferðinni heitið til London, þar sem að ég mun vera með vinum og gera eitthvað allskonar. Skólinn byrjar svo ekki aftur fyrr en eftir tvær vikur. Mun það eflaust vera ánægjulegt eftir svo langt stopp.
Núna er skólinn tómur, bara nokkrir einstaklingar sem dveljast hér. Lýður eins og Helgi og Kristín og álíka fólk. Mjög gaman að ráfa um skólann á tásunum og enginn til að sjokkera. Það er líka gaman að ráfa um sjokkerandi fólk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli