miðvikudagur, apríl 19, 2006


Gloire á Dieu!
Ég fékk það sem páskarnir snúast um... PÁSKAEGG! Þótt ég hafi ekki borðað það fyrr en á öðrum í páskum, þá var það gott. Gat bara ekki hugsað mér að borða það þegar ég kom seint heim á páskadag eftir 9 tíma keyrslu frá Þýskalandi. Fékk dygga hjálp frá nafna mínum, Danylo, og átum yfir Simpsons. Um hvað snúast páskarnir annað??

Ég þarf að segja svolítið fyndið. Í gær ætlaði ég til Englands, var kominn að Check-inni og gaf dömunni staðfestingarnúmer. Hún fer baksviðs og kemur eftir drjúga stund með farmiða, biður mig að undirrita, afhendir miðana og biður mér góðrar ferðar... Á MORGUN. Þarna stend ég eins og asni, hlaðinn farangri, og með ferðalúkkið. Konan sér greinilega vonbrigðin í andliti mínu og segir að ég geti ekki skipt miðanum. Ég segi að það sé allt í lagi og hleyp út, í von um að nafni minn væri ekki farinn svo ég gæti fengið far með honum aftur heim í skólann. Ég hleyp út í átt að bílnum og heyri undurfagurt nafn kallað: ,,Daníel". Ég lít til baka og þar er Danylo. Til allrar hamingju stoppaði hann í úrbúð, og sá mig svo á næsta götuhorni. Ég átti því aukadag á vistinni, sem var bara ljúfur. Núna stefni ég á að fara til Englands í dag. Bara að slökkva á tölvunni og upp í Strætó. London, hér kem ég.

(Kristjóna, myndin fór ekki beint en hún kom örstuttu seinna)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli