fimmtudagur, mars 15, 2007



Allt rólegt, bara smá hetjuslagsmál við og við, og hjólarúntar um göturnar.

Sumarið komið. Tuttugu gráður og hvítir handleggir birtast eins og grýlukerti fram úr ermum.

mánudagur, mars 05, 2007


Sumir hafa það gaman, sumir kjósa að hafa það miður.
Some have that fun, some choose to have that not. (transliterated)

sunnudagur, febrúar 25, 2007


Eftir að hafa haft augun opin fyrir jóladisk Sufjans þá fann ég hann í Leuven á laugardaginn fyrir viku. Plötubúðin var lokuð og til allrar hamingju fór ég aftur til Leuven á fimmtudaginn og keypti þá jóladiskinn. Þvílíkur pakki! Fimm diskar, plakat, hljómabók, límmiðar og fjör. Þessir diskar eru tær snilld. Við erum búnir að hlusta á þetta aftur og aftur og færir eintóma hamingju. Allir í góðu stuði og bætir væntumþykju og almenna vellíðan. Sumir kunna að segja að það sé annaðhvort of seint eða snemmt að hlusta á jólatónlist í lok febrúar, en hverjum er ekki sama.

Þar sem að það eru fimm diskar og allir diskarnir fá fimm stjörnur þá fær pakkinn 25 stjörnur plús aukastjörnur fyrir aukadót; *************************+****

Catherine Maria kom um daginn og sagði að þessi diskur væri gjarnan ófáanlegur. Nælið ykkur í eintak áður en jólahasarinn byrjar upp úr miðju ári.

laugardagur, febrúar 10, 2007


Ashleigh & Vesa
Þessar tvær elskur hafa ákveðið að eyða ævum sínum saman.


Daniel & Shabbir
Þessar tvær elskur hafa ekki ákveðið að eyða æva sínum saman, bara smástund.

sunnudagur, febrúar 04, 2007





bara smá svona.

var á spáni um síðustu helgi. hafði gaman í snjónum.