Ég er tilbúinn að trúa öllu öðru en því að Guð elskar mig skilyrðislaust.
Ég er tilbúinn að trúa því að ég þurfi langa menntun til að verða eitthvað þegar Guð vill ausa mig með speki.
Ég er tilbúinn að trúa því að ég þurfi nýtt sjónvarp þegar ég er ekki tilbúinn að sjá hvernig Guð sér heiminn.
Ég er tilbúinn að keyra bæinn endilangan til að grípa tilboð þegar Guð býður mér gnægtir... ókeypis.
Ég er tilbúinn að eyða klukkutímum ofan á klukkutíma í bíó, spil og hangs en tíu mínútur með Guði eru mér ofjarl.
Ég er tilbúinn að trúa auglýsingum um að ég þurfi þetta eða hitt en ég hlusta ekki á blítt kall Jesú.
Ég er tilbúinn að fara í kirkju á sunnudegi, jafnvel tvisvar, en að sitja og þjóna hinum lægsta bróður er fjarri mér.
Ég er tilbúinn að öðlast frægð og frama en vil helst ekkert gefa af mér.
Ég er tilbúinn að kallast maður Guðs en tennurnar gnísta er ég sé tómið sem ég leyfi Guði ekki að fylla.
Ég er engan veginn tilbúinn, en Guð; ég er búinn, þú mátt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli