Ég er tilbúinn að trúa öllu öðru en því að Guð elskar mig skilyrðislaust.
Ég er tilbúinn að trúa því að ég þurfi langa menntun til að verða eitthvað þegar Guð vill ausa mig með speki.
Ég er tilbúinn að trúa því að ég þurfi nýtt sjónvarp þegar ég er ekki tilbúinn að sjá hvernig Guð sér heiminn.
Ég er tilbúinn að keyra bæinn endilangan til að grípa tilboð þegar Guð býður mér gnægtir... ókeypis.
Ég er tilbúinn að eyða klukkutímum ofan á klukkutíma í bíó, spil og hangs en tíu mínútur með Guði eru mér ofjarl.
Ég er tilbúinn að trúa auglýsingum um að ég þurfi þetta eða hitt en ég hlusta ekki á blítt kall Jesú.
Ég er tilbúinn að fara í kirkju á sunnudegi, jafnvel tvisvar, en að sitja og þjóna hinum lægsta bróður er fjarri mér.
Ég er tilbúinn að öðlast frægð og frama en vil helst ekkert gefa af mér.
Ég er tilbúinn að kallast maður Guðs en tennurnar gnísta er ég sé tómið sem ég leyfi Guði ekki að fylla.
Ég er engan veginn tilbúinn, en Guð; ég er búinn, þú mátt.
þriðjudagur, febrúar 22, 2011
sunnudagur, febrúar 06, 2011
Hversu særanlegur er ég?
Það virðist vera að sérhver sá sem tekur þátt í kristilegu starfi komi út úr því særður á einhvern hátt. Ekki endilega mjög hrjáðir á líkama heldur með tilfinningaleg sár sem ekki er auðvelt að græða. Ég gæti líka sagt ,,... ekki auðvelt fyrir að gróa,“ með tilvísun í náttúrulega lækningu með tímanum en ég kýs að nota orðið ,,að græða“ því annars vegar læknar tíminn ekki öll sár og hins vegar, þá þurfum við að leyfa einhverjum að lækna og búa að sárum okkar. Þessi einhver er fyrst og fremst læknirinn ljúfi, Jesús Kristur sem með náð sinni og elsku hylur dýpstu hjartasár. Einnig megum við leyfa náunga okkar að hjálpa okkur í gegnum erfið særindi, kannski bara með því að hlusta þegar náungi okkar bendir okkur á að kroppa ekki í sárið heldur að leyfa lækninum að nostra við okkur.
Þeir sem að þekkja til þess einstaklings sem særður hefur verið og vita að hann hefur sleppt því að fyrirgefa af heilindum er sagt að taka tillit til þess að eitthvað slæmt hefur gerst í fortíðinni sem ekki á að tala um. Þeir sem koma nýir inn í hóp er sussað á þegar þeir minnast á efni tengt því forboðna, því ,,hérna tölum við ekki um svona lagað.“ Einstaklingurinn sem særður hefur verið nýtir sér það vald sem þöggunin gefur. Úr því að Jói skuldar Sigga eina milljón, má Siggi segja hvað sem er um Jóa og enginn má segja neitt við Sigga því hann er særður. Hanna sem misnotuð var í æsku má vera þrjósk og kaldhæðin því hún gekk í gegnum ýmislegt sem við tölum ekki um. Oft er það þannig í samfélagi okkar að sá sem brotið hefur á og hrópar hæst, hann hefur rétt fyrir sér. Gjaldið sem ég tek fyrir að láta brjóta á mér er að ég má haga mér eins og ég vil... Áður en að fyrirgefningin kemur til sögunnar.
Fyrirgefningin er það verkfæri sem okkur hefur verið gefið til þess að endurnýja mannleg samskipti, til þess að hjálpa okkur að verða mennsk á ný eftir að við nálguðumst óðfluga að verða skepnum lík. Fyrirgefning er að játa að náungi okkar er jafn breyskur og við sjálf, og jafn verðmætur og við sjálf. Þegar stigið er á tærnar mínar ætti ég að detta í gólfið og velkjast þar svo að einhver sýni aumur á mér, eða ætti ég að álykta að það var gert í óvarfærni og að ég hefði mögulega getað stigið á náunga minn. Þannig gæti ég lifað í anda fyrirgefningar, að það sem ég mögulega hef gert rangt gagnvart náunga mínum eða ég sé náunga minn gera það sem ég tel rangt verði standard fyrir þá hegðun sem ég vil í heiðri hafa. Svarið er ekki endilega að kaupa skó með stáltá sem vernda okkur fyrir umhverfinu. Svarið er frekar að umvefja þann með fyrirgefningu sem stígur á tærnar okkar, bæði þann sem stígur óvart (það leiðir til aukinnar varfærni í mannlegum samskiptum) og þann sem stígur vísvitandi (það leiðréttir ranga hegðun og skákar þá hegðun sem átti að vera lævís leikur).
Hversu særanlegur er ég þá? Þegar ég er opinn og einlægur í mannlegum samskiptum, á tásunum, er líklegt að ég verði fyrir hnjaski en það þarf ákvörðun til að rísa yfir það að troðið hefur verið á rétti manns. Ákvörðun sem segir: ,,Ég ætla ekki að sætta mig við ranga hegðun en ég leyfi henni ekki að særa mig bitrum sárum.“
Jesús bauð okkur að gera náunganum það sem að viljum að hann geri okkur. Stundum þurfum við að snúa því við og gera öðrum það sem að enginn hefur gert okkur. Ef að enginn hefur af fyrra bragði komið og beðist fyrirgefningar þá skaltu biðjast fyrirgefningar af fyrra bragði (jafnvel þótt það sé ekki endilega þín sök). Ef að enginn tók þig að sér á nýja vinnustaðnum skaltu taka nýja starfsmanninn að þér og bjóða hann velkominn. Þjóðfélag okkar má ekki við því að allir borgi í sömu mynt. Ef við fyrirgefum ríkulega náunga okkar þá mun faðir okkar á himnum fyrirgefa okkur ríkulega. Það hugarfar gerir okkur ekki auðsæranleg heldur auðmjúk, fær um að taka því sem kemur illa að okkur og gera úr því blessun. Guð ,,leiðir hógværa á vegi réttlætisins og vísar auðmjúkum veg sinn." (Sálm 25.9).
Þeir sem að þekkja til þess einstaklings sem særður hefur verið og vita að hann hefur sleppt því að fyrirgefa af heilindum er sagt að taka tillit til þess að eitthvað slæmt hefur gerst í fortíðinni sem ekki á að tala um. Þeir sem koma nýir inn í hóp er sussað á þegar þeir minnast á efni tengt því forboðna, því ,,hérna tölum við ekki um svona lagað.“ Einstaklingurinn sem særður hefur verið nýtir sér það vald sem þöggunin gefur. Úr því að Jói skuldar Sigga eina milljón, má Siggi segja hvað sem er um Jóa og enginn má segja neitt við Sigga því hann er særður. Hanna sem misnotuð var í æsku má vera þrjósk og kaldhæðin því hún gekk í gegnum ýmislegt sem við tölum ekki um. Oft er það þannig í samfélagi okkar að sá sem brotið hefur á og hrópar hæst, hann hefur rétt fyrir sér. Gjaldið sem ég tek fyrir að láta brjóta á mér er að ég má haga mér eins og ég vil... Áður en að fyrirgefningin kemur til sögunnar.
Fyrirgefningin er það verkfæri sem okkur hefur verið gefið til þess að endurnýja mannleg samskipti, til þess að hjálpa okkur að verða mennsk á ný eftir að við nálguðumst óðfluga að verða skepnum lík. Fyrirgefning er að játa að náungi okkar er jafn breyskur og við sjálf, og jafn verðmætur og við sjálf. Þegar stigið er á tærnar mínar ætti ég að detta í gólfið og velkjast þar svo að einhver sýni aumur á mér, eða ætti ég að álykta að það var gert í óvarfærni og að ég hefði mögulega getað stigið á náunga minn. Þannig gæti ég lifað í anda fyrirgefningar, að það sem ég mögulega hef gert rangt gagnvart náunga mínum eða ég sé náunga minn gera það sem ég tel rangt verði standard fyrir þá hegðun sem ég vil í heiðri hafa. Svarið er ekki endilega að kaupa skó með stáltá sem vernda okkur fyrir umhverfinu. Svarið er frekar að umvefja þann með fyrirgefningu sem stígur á tærnar okkar, bæði þann sem stígur óvart (það leiðir til aukinnar varfærni í mannlegum samskiptum) og þann sem stígur vísvitandi (það leiðréttir ranga hegðun og skákar þá hegðun sem átti að vera lævís leikur).
Hversu særanlegur er ég þá? Þegar ég er opinn og einlægur í mannlegum samskiptum, á tásunum, er líklegt að ég verði fyrir hnjaski en það þarf ákvörðun til að rísa yfir það að troðið hefur verið á rétti manns. Ákvörðun sem segir: ,,Ég ætla ekki að sætta mig við ranga hegðun en ég leyfi henni ekki að særa mig bitrum sárum.“
Jesús bauð okkur að gera náunganum það sem að viljum að hann geri okkur. Stundum þurfum við að snúa því við og gera öðrum það sem að enginn hefur gert okkur. Ef að enginn hefur af fyrra bragði komið og beðist fyrirgefningar þá skaltu biðjast fyrirgefningar af fyrra bragði (jafnvel þótt það sé ekki endilega þín sök). Ef að enginn tók þig að sér á nýja vinnustaðnum skaltu taka nýja starfsmanninn að þér og bjóða hann velkominn. Þjóðfélag okkar má ekki við því að allir borgi í sömu mynt. Ef við fyrirgefum ríkulega náunga okkar þá mun faðir okkar á himnum fyrirgefa okkur ríkulega. Það hugarfar gerir okkur ekki auðsæranleg heldur auðmjúk, fær um að taka því sem kemur illa að okkur og gera úr því blessun. Guð ,,leiðir hógværa á vegi réttlætisins og vísar auðmjúkum veg sinn." (Sálm 25.9).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)