fimmtudagur, október 19, 2006


Rúntandi um Brussel með Davíð hinum flæmska.

Herbergisfélagi minn er þessi í gráu peysunni. Hann heitir Matthieu og er frá Reunion Island sem er í Indlandshafi, austur af Madagaskar. Snilldargaur.

Í Amsterdam með peyjunum. Aaron, Daníel og Phillip.

Heilsan hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er skólaári. Það sem af er skólaári eru fjórar vikur held ég, svo það er nú von að ég batni. Fyrst var ég virkilega gómsætur og hökkuðu moskítóflugurnar mig í sig. Það var ekki mjög sniðugt. Svo rétt þegar ég er að ná mér eftir móskítinn þá fæ ég mér eitt stykki kvef með öllu tilheyrandi. Ætti í rauninni bara að vera upp í rúmi og hvíla mig. Geri það von bráðar.

Fór til amsterdam síðastliðinn laugardag. Fórum snemma morguns og komum seint að kveldi til baka. Kosturinn að búa í hjarta Evrópu! Það var frekar gaman að kíkja til amsterdam. Ég, aron og phillip flökkuðum um bæinn og sprelluðum. Alltaf skemmtilegast þegar maður gerir bara ekki neitt og kynnist borgum á þann hátt.

Ein dúlló hérna í lokin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli