miðvikudagur, maí 03, 2006

Hinn alþjóðlegi búðingsdagur haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í Belgíu. Árleg hefð haldin þann 3. maí. Tilgangurinn er að njóta góðs búðings í góðum félagskap. Því frumlegra sem ílátin eru, því betra.

Allt tilbúið til að hefjast handa á búðingsgerð. Það var enginn Royal búðingur, en sögur herma að Dr. Oetker sé jafnvel betri en Royal.

Það voru nokkur augnablik þar sem óljóst var hvað myndi gerast næst. Þetta var eitt af þeim. Frekar ógnvænlegt.

Ég að blanda súkkulaðibúðinginn í lampaskerminum.

Aaron tekur á því, þegar hann blandar bananabúðing í Gold-Fish pakka. Gold-Fish er amerískt góðgæti, svona smákex eitthvað.

Ég að blanda jarðarberjabúðing beint út í mjólkurflöskuna.

Ég að hrista búðinginn, því það var jú ekki hægt að koma blandaranum þarna oní. Fyrsta skipti sem ég fæ ískalda, drekkanlega mjólk hér í Belgíu. Naut þess í botn.

Lampaskermurinn og Gold-Fish pakkinn kælast í ísskápnum.


Ninoslav að borða búðing, beitir hinni einu sönnu bosnísku aðferð við að borða búðing.

Helgi nýtur búðingsins, var þó var um sig að setja ekki of mikinn búðing á mjaðmirnar.

Ég held ég hafi borðað of mikinn búðing.

Myndir af fyrsta belgíska búðingsdeginum má einnig finna hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli