Tölvan er komin í lag. Núna get ég notað íslenska stafi, kannski að maður skrifi bara heila ritgerð hérna. Ég ætla samt ekki að gera það hér, ég þyrfti að gera það fyrir skólann.
Set nokkrar myndir hér frá því sem hefur verið "uppi" undanfarið.
Brugge, hin fallega borg í Flæmingjalandi.
Ég sýndi snilldar-popp takta um daginn á styrktarkvöldi fyrir komandi trúboða.
Shabbir, einn skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst, er hér glaður. Þetta var á Stelpuvistar-kvöldi. Þá fengu strákarnir að koma á stelpuvistina og þiggja veitingar og skoða heimkynni stelpnanna. Gaman gaman. Stelpurnar lifa í MIKLU flottari herbergjum í gamla kastalanum, þvílík snilldarherbergi.
Ég sá sjóinn í fyrsta skipti í mánuði. Blotnaði í skónna þegar ég var að taka myndir OF nálægt sjónum og kom alda askvaðandi.
Nú nálgast Trúboðsvikan og er ég á leiðinni í tónleikaferð með CTS Söngvurunum. Förum við til Frakklands, Sviss, Austurríkis og Þýskalands. Mikið verður það nú gaman, en strembið. Síðan kíkir maður kannski til Englands í nokkurn tíma, áður en lokakafli þessa árs hefst. Spennandi tímar, spennandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli