Set nokkrar myndir hér frá því sem hefur verið "uppi" undanfarið.

Brugge, hin fallega borg í Flæmingjalandi.

Ég sýndi snilldar-popp takta um daginn á styrktarkvöldi fyrir komandi trúboða.

Shabbir, einn skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst, er hér glaður. Þetta var á Stelpuvistar-kvöldi. Þá fengu strákarnir að koma á stelpuvistina og þiggja veitingar og skoða heimkynni stelpnanna. Gaman gaman. Stelpurnar lifa í MIKLU flottari herbergjum í gamla kastalanum, þvílík snilldarherbergi.

Ég sá sjóinn í fyrsta skipti í mánuði. Blotnaði í skónna þegar ég var að taka myndir OF nálægt sjónum og kom alda askvaðandi.
Nú nálgast Trúboðsvikan og er ég á leiðinni í tónleikaferð með CTS Söngvurunum. Förum við til Frakklands, Sviss, Austurríkis og Þýskalands. Mikið verður það nú gaman, en strembið. Síðan kíkir maður kannski til Englands í nokkurn tíma, áður en lokakafli þessa árs hefst. Spennandi tímar, spennandi.