fimmtudagur, mars 31, 2005

Trú

Ég er búinn að vera lesa undirfarna daga. 3 bækur á 4 dögum. Allt bækur um trúboða. Bækurnar voru um líf, störf og köllun trúboðanna. Ótrúleg lesning, mann langar til þess að fara innst inn í Kína og boða trúnna á Jesú Krist með lífi eða dauða.
Bækurnar voru um:
  1. Corrie Ten Boom - hollensk kona sem lendi í þrælkunarbúðum nasista og lenti í óhugnunarlegri lífsreynslu. Eftir seinni heimsstyrjöldina hófst starf hennar og, vá, mikið sem hún gerði.
  2. Hudson Taylor - englendingur á 19. öld sem fór í trú til Kína til að boða trúnna innst í Kína. Gekk erfiðlega fyrst um sinn en Guð gerði ótrúlega hluti í gegnum hann.
  3. Gladys Aylward - ensk kona sem fór til Kína og saga hennar er ótrúleg. Get ekki sagt í nokkrum orðum allt það sem hún gerði, en... Hún lifði í trú á Guð og í klettaþorpi í Kína náði hún til fólks og fullt af fólki eignaðist trú.
Maður sér að það sem er einna stærsti hluturinn í lífi þessa fólks er TRÚ. Engin prédikun að starta hér. En ég þarf vissulega meiri trú til að framganga. En það er ekki spurning um mikla trú eða litla, það er annaðhvort að þú trúir því að Guð sjái fyrir þér eða ekki. Ég vil.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus1/4/05 12:59

    Halló Magnfreð!!
    En frábært að lesa þetta!! En áður en þú ferð til Kína... þá máttu alveg koma AUSTUR fyrst...!! Mér lýst vel á þessar bækur og mun reyna að komast yfir eitthvað af þeim.
    Kærar kveðjur úr sveitinni... Matta
    p.s. vona að þú sért ÖRUGGLEGA Daniel Steingríms.. he he.. fann þig á síðunni hennar Önnu Siggu)
    www.blog.central.is/mattan/

    SvaraEyða
  2. já gaman að lesa góðar bækur, maður þyrfti að gera meira af því, flott bara að vera búinn að skipta um síðu, hún er græn og væn..
    en já vá hvað það væri gaman að fara til Kína og út um allt bara að upplifa ævintyri fyrir Jesú og gera allt crazy og sjá fólk finna fögnuðinn, ætla svo að gera allskonar svona..
    gamla settið mitt smigluðu biblíum til Kína þegar þau voru ung, lentu samt ekki í neinni hættu að ég viti..

    SvaraEyða