fimmtudagur, mars 31, 2005

Trú

Ég er búinn að vera lesa undirfarna daga. 3 bækur á 4 dögum. Allt bækur um trúboða. Bækurnar voru um líf, störf og köllun trúboðanna. Ótrúleg lesning, mann langar til þess að fara innst inn í Kína og boða trúnna á Jesú Krist með lífi eða dauða.
Bækurnar voru um:
  1. Corrie Ten Boom - hollensk kona sem lendi í þrælkunarbúðum nasista og lenti í óhugnunarlegri lífsreynslu. Eftir seinni heimsstyrjöldina hófst starf hennar og, vá, mikið sem hún gerði.
  2. Hudson Taylor - englendingur á 19. öld sem fór í trú til Kína til að boða trúnna innst í Kína. Gekk erfiðlega fyrst um sinn en Guð gerði ótrúlega hluti í gegnum hann.
  3. Gladys Aylward - ensk kona sem fór til Kína og saga hennar er ótrúleg. Get ekki sagt í nokkrum orðum allt það sem hún gerði, en... Hún lifði í trú á Guð og í klettaþorpi í Kína náði hún til fólks og fullt af fólki eignaðist trú.
Maður sér að það sem er einna stærsti hluturinn í lífi þessa fólks er TRÚ. Engin prédikun að starta hér. En ég þarf vissulega meiri trú til að framganga. En það er ekki spurning um mikla trú eða litla, það er annaðhvort að þú trúir því að Guð sjái fyrir þér eða ekki. Ég vil.

mánudagur, mars 28, 2005

Tak og lov fyrir upprisu Jesú Krists!
Ég nennti ekki veseninu í hinu dæminu. Alltof mikil VINNA. Þetta er skárra.

Ísland er land mitt

miðvikudagur, mars 16, 2005

Ha-ha-hann hefur frelsað mig og gleði Drottins ég á.

No woman, no cry Posted by Hello

Þetta er svo rétt Posted by Hello