fimmtudagur, október 06, 2005

jorí jorí jo

Það er allt magnað að frétta héðan frá Belgíu. Hlutirnir eru að gerast í þessum töluðu orðum. Áfangarnir eru áhugaverðir og fara vel af stað. Búinn að kynnast mörgum og lang flestum á skólanum, það eru nú ekki það margir.

Set hérna nokkrar myndir af fólki sem ég er búinn að kynnast vel, eða allavega búinn að taka myndir af. Nauðsynlegt að geta séð myndir af fólki svo hægt sé að ,,kynnast" þeim. Dásamlegt, hreint.

Ég er búinn að koma mér vel fyrir með einhverri hjálp frá IKEA og Danielo. Ég er ekki enn kominn með herbergisfélaga. Hann er væntanlegur en á í vandræðum með að fá landvistarleyfi og gengur málið því brösulega.

Ég er mjög ánægður hérna og þakklátur Guði fyrir að hafa leitt mig hingað. Ha! nú þakkaði ég Guði, Helgi. (Skildist víst á samkomustund á miðvikudaginn að ég þakkaði bara Helga fyrir veru mína hér).


Hér fyrir ofan er JD, Ronald White og ef hann er ekki sá þriðji. Gaurinn á vistinni og hrókur alls fagnaðar. Vísdómsbrunnur.

Já, Aron hinn flautandi. Flautuleikari mikill og spilar á strengjahljóðfæri í hjáverkum. Sérkennilegur gaur frá Bandaríkjunum líkt og JD.

Nafni! Þetta er gaurinn. Alltaf hress. Elskar Svíþjóð og förum við þar af leiðandi oft í IKEA. Hann á þessa yndislegu fjölskyldu í Brussel en þau eru frá Ítalíu. Fór í ekta mat til þeirra á sunnudaginn síðasta og má segja að þar hafi verið á ferðinni hinn allra mesti og besti ítalski ofnréttur.

Tóga, tóga. Doninn á vistinni. Hann er held ég svalastur á svæðinu enda er hann Finni og vanur frostböðum. Gufubaðið er það sem hann hugsasr um en gufubaðið á vistinni er bilað og er hann að hjálpa til við uppsetningu gufubaðs í kirkju eins kennarans.

Ashleigh og Annemarie. Ashley er frá Bandaríkjunum og Anne frá Finnlandi. Áslaug og Agga eru með mér í Students Missions Association. Þar er fjörið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli