fimmtudagur, desember 11, 2008

danni segir: gott



,,Þeim ykkar sem eru vanir að líta á trúna einungis sem sjúkdóm geðsins er áreiðanlega einnig tamt að gæla við þá hugmynd að hún sé mein sem auðveldara sé að þola, já, og ef til vill að hemja, svo lengi sem aðeins nokkrir einstaklingar á stangli eru haldnir því, en að hinn almenni háski rísi upp í hæstu hæðir og allt sé glatað óðar en allt of náinn söfnuður myndast meðal fáeinna óhamingjusamra manna af þessu tagi."

- Friedrich Schleiermacher.

föstudagur, júní 13, 2008

ég útskrifaðist.


ég útskrifaðist á laugardaginn síðastliðinn. verulega ljúft.
svo er bara áframhaldandi dótarí. á ísland er ég kominn til að vera um stund. ekkert sem að dregur mig neitt annað í bili.

ds

þriðjudagur, maí 20, 2008

ég útskrifast


Dýrð sé Guði!
í gær skilaði ég lokaritgerðinni minni og er það nú í höndum prófdómara að ákveða hvort ég útskrifist eður ei.
ég hef það sterklega á tilfinningunni að úr rætist og ég útskrifist.

nú get ég notið sumars þangað til ég kem til íslands... í sumar.

föstudagur, apríl 11, 2008

meginlandið um

er í brussel eftir langt ferðalag. ég fór um evrópu. sá margt en skoðaði lítið. austurríki er mitt uppáhaldsland eftir að hafa séð í þessari ferð mörg önnur, s.s. pólland, serbíu, grikkland og tyrkland. austurríki hafði bara eitthvað. nálægast því kom þá varsjá. eftir það kannski búdapest. hef ekki pælt í uppáhalds mikið. pældi frekar í allt öðrum hlutum. ég pældi mikið. spældi þó ekki mikið. það gefst tími til ýmislegs þegar maður er einn á ferð - hálfan sólarhringinn í lest. tími gefst til útsjónar, lestrar, átu, skriftar, spjals, bónorða, svefns, ævintýra.

belgrad var skuggalegust. ég var þó undir varðveislu Guðs. hún hjálpaði.


vesa

vesa og ég í Fürstenfeld

andri og anna gift

cts-nemar

bara bið.

klósett í króatíu

ógeðfellda serbía.

vinalegur serbi.

bulls.

nýjustu plöturnar í miklagarði.

veiða sér í miklagarði.

á aresarhæð. þar vildu aþeningar heyra um nýju kenninguna sem páll hafði fram að færa. góð kenning.

rómverjinn nínó og dansi.

ítalía.

ljúf ferð.

laugardagur, mars 29, 2008


"I've been everywhere, I've been everwhere."

Eg er i Fürstenfeld i Austurriki nuna og a leid i brudkaup godvinkonu minnar. Fallegur dagur og allir kampakatir.

Buinn ad ferdast um Austantjaldslond allnokkur og heldur gaman.

Enn rum vika af feiknaferdalogum.

Minar bestu kvedjur,
Daniel

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Ég kíki hér stundum en aðallega er ég bara að gera eitthvað annað. Hér er ég og Brynja. Hún heitir ekki Lena.

Þetta er Aron. Hann elskaði laufabrauðið á opnun íslensku listahátíðarinnar í gær.

Honum Stefáni fannst hrútspungarnir ekki verðir að fá sér aftur. Ekki mér heldur. Hér er hann með sviðasultu.

ég fór á völlinn um daginn að horfa á Anderlecht spila. þeir unnu 1-0. 25 þúsund aðrir sáu það.

mánudagur, janúar 28, 2008

Bönnuð innan 16

Þessu fylgdi ég fram eftir aldri. Ég treysti því að myndin var ekki fyrir mig. Stundum slysaðist maður að sjá brot úr bönnuðum myndum en það var allt í lagi ef maður horfði í gegnum lófana.

mánudagur, janúar 14, 2008




Tuttugogtveggja! Svona fagnaði alex sama númeri konu sinnar tveimur dögum áður.

Þetta er sá sem gaf mér flestar gjafirnar í gær (og flestar af þeim gjöfum sem ég fékk yfirleitt). Hann Davíð frá Knokke. Hann gaf mér fullt af súkkulaði, brúðkaupssteinasúkkulaðismartís, stjörnuljós, brúðkaupsmynd og meir. Ég fór til íbúðar hans til að láta hann óska mér til hamingju og hann gaf allt þetta. Ljúflingur!

mánudagur, janúar 07, 2008

Jólin komu og fóru. Fríið var of stutt og fékk ég lítinn tíma til að njóta þess að gera ekki neitt því allur tíminn fór í hátíðarhald og sprell.
Tekur nú við stífur lestur og próf. Því fylgjandi ný önn með öllum loforðum hennar. Þess má til gamans geta að þetta verður síðasta önnin hér í Belgíu og mun ég útskrifast eftir nákvæmlega fimm mánuði. Voila voila.

Með hjálp tölvutækni get ég farið yfir síðasta ár og munað hvað merkilegt gerðist á hverri stundu. Aðallega sé ég það með vel skipulögðum myndum mínum. Því kemur hér:

ANNÁLL 2007


Janúar:
Klipping
Spánarferð

Febrúar:
Heimsókn Catherine Maríu

Mars:
Snjór og sumar í Belgíu.

Apríl:
Ísland með Shabbir.

Maí:
Knokkestrandarferðir.
Vespuleiðangrar alla daga.
20 k.

Júní:
Heim.
17. júnímót.
Sumarmót í Eyjum.
Glymur.

Júlí:
Eyja-Antti.
Næturstrandarblak.

Ágúst:
Kotmót.
Menningarmaraþonsgleði.

September:
Hellur.
Rvk.
England.
Belgía.

Október:
Haustlautarferðir.

Nóvember:
Flóttamenn & fótboltaspjall.

Desember:
Hin allra hátíðlegustu jól.

Hér er nú aðeins stiklað á stóru (það gerðist meira!).