sunnudagur, febrúar 25, 2007


Eftir að hafa haft augun opin fyrir jóladisk Sufjans þá fann ég hann í Leuven á laugardaginn fyrir viku. Plötubúðin var lokuð og til allrar hamingju fór ég aftur til Leuven á fimmtudaginn og keypti þá jóladiskinn. Þvílíkur pakki! Fimm diskar, plakat, hljómabók, límmiðar og fjör. Þessir diskar eru tær snilld. Við erum búnir að hlusta á þetta aftur og aftur og færir eintóma hamingju. Allir í góðu stuði og bætir væntumþykju og almenna vellíðan. Sumir kunna að segja að það sé annaðhvort of seint eða snemmt að hlusta á jólatónlist í lok febrúar, en hverjum er ekki sama.

Þar sem að það eru fimm diskar og allir diskarnir fá fimm stjörnur þá fær pakkinn 25 stjörnur plús aukastjörnur fyrir aukadót; *************************+****

Catherine Maria kom um daginn og sagði að þessi diskur væri gjarnan ófáanlegur. Nælið ykkur í eintak áður en jólahasarinn byrjar upp úr miðju ári.

laugardagur, febrúar 10, 2007


Ashleigh & Vesa
Þessar tvær elskur hafa ákveðið að eyða ævum sínum saman.


Daniel & Shabbir
Þessar tvær elskur hafa ekki ákveðið að eyða æva sínum saman, bara smástund.

sunnudagur, febrúar 04, 2007





bara smá svona.

var á spáni um síðustu helgi. hafði gaman í snjónum.