þriðjudagur, janúar 31, 2006

[Edit]...





spiluðum risk um daginn. hin yndislegasta skemmtun í annarfríi.
sannaðist þar kenning mín um að ekki eigi að leyfa stelpum að spila, allavega ekki fleiri en ein í leik. Þar sem að ég var aðalógn allra var ég skotmark allra og fékk að súpa seyðið af því að vera meistarinn og útrýmuðu stelpurnar mér að lokum, sameinuðust og notuðu stelpukraftana sína.

mánudagur, janúar 16, 2006

allt er tvítugum tært

fimmtudagur, janúar 12, 2006


fyrir allnokkru missti ég áhugann á því að vera blogga einhverjar
svaka pælingar. ég fékk alveg upp í kok, og mér er enn flökurt, af
bloggum þar sem fólk var að koma með svona Jón Gnarr pælingar,
ef þið skiljið. Svona "hvað er málið með að fólk geti ekki farið hraðar
en 80 á Kringlumýrarvegarbraut, ég meina hámarkshraðinn er 70!". eitthvað svo
tilgangslaust. Ein stelpa ældi bara og eyddi öllu sínu bloggi um daginn.
ég er ekki svo langt kominn. þarf að halda smá lífæð við fólk sem ég
þekki á Íslandi, samt bara smá myndir við og við, og ekkert endilega að
segja hversu oft ég tannbursta mig og tilfinningar mínar í sambandi við
það.

annars er ég kominn til belgíu, læra, lita, lesa, -ndi.