mánudagur, október 24, 2005

Handvarpan

Margt að gerast. Fórum til Antwerpen á laugardaginn, löbbuðum um bæinn og skemmtum okkur. Antwerpen er miklu huggulegri en hin hræðilega Brussel. Nei, Brussel er ekki hræðileg en Antwerpen er bara huggulegri. Fékk einn magnaðan geisladisk með The Blind boys of Alabama.


Dýrðar lofgjörðarstund á föstudagskvöld eftir að við fórum á Wallace and Gromit. Loksins er myndin komin. Ég spilaði á slaghörpuna og tókst vel til býst ég við. Ashleigh and Isabella worshiping in la chapel.

Helgi að taka mynd af íslenska fánanum á bygginu í Antwerpen.

Það var sólskinsveður í Antwerpen og surfinu var ekki sleppt.

"I want that!" Stefán horfir löngunaraugum á loku Helga.

Byggingin sem Helgi tók mynd af. Íslenski fáninn er þarna einhvers staðar.


Don't know what to say in the conclusion. Helgi and Stev have already published some pictures from Antwerpen so please tell me that my pistures are the greatest.
So I'll just say: "Don't fake the funk!". Est-ce que tu a faim? Oui, J'ai faim. Et tu? Oui.

miðvikudagur, október 19, 2005

HELGIn nálgast

Helgi, þessar myndir eru tileinkaðar þér eða þær eru allaveganna af þér. Við fórum í göngutúr um daginn í glampandi veðri en Helgi var ekki að treysta belgísku veðri og tók regnhlífina með. Hún kom að góðum notum. Frábært veður á sunnudaginn og tók ég lærdómsmynd af Helga. Svo síðast en ekki síst; predikunarmyndin. Helgi predikaði í kapellu á föstudaginn og náði að tengja Lista Schindlers við Faðir vor.

Svo er mynd af góðum vinum, hjónum frá Þýskalandi, Alex and Katrín. Þau eru með mér á fyrsta ári og eru það sem maður kallar bekkjarfélaga sem maður situr hliðina á... já, SESSUNAUTAR. frelsa oss frá vorum sessunautum, ekki í þessu tilviki.


Helgi preaching about sunny days ahead, when we see the whole picture; Our Father.


Helgi misunderstanding the beautiful, SUNNY Belgian day.


Helgi using a sunny day reading.


Alex and Kathrin in class.

This serie of photos is dedicated to Helgi, because the helgi is only in two days. Wallace and gromit, here we come... and maybe Antwerp with art from young artist, [sic]! ha, what did I NOT learn in Study skills!

fimmtudagur, október 13, 2005



Ekki er þessi einna sístur. Á kornökrum Sint-Pieters-Leeuw. Margt sem gerist þar. Á göngu með JD í gær kom einn gamall maður til okkar, tvisvar, og áreitti mig vegna skeggsins. Hann spurði mig af hverju ég væri með skegg og hvort skeggið hjálpaði mér að anda! Hann var ekki sáttur og strunsaði burt.




Já, þau eru líka hérna...

Didn't check the turabian for this post. Maybe I could, JD?

sunnudagur, október 09, 2005

Uncle Vesa



Hérna er fallegri mynd af Unkel Vesa. Slátrarnum.

Here is your picture Vesa, mr. Butcher.

föstudagur, október 07, 2005

sorry



I'm sorry, stev. I admit that I put the wrong picture on the blog. Here you have the real picture.

fimmtudagur, október 06, 2005

Ekki gleyma

Ekki má gleyma nokkrum mikilvægum persónum.


Lengst til vinstri er fyrrnefndur Vesa í þungum þönkum.
Sven meistari, hress gaur sem ég er með í lofgjörðarhóp. Svissi
Heitkona hans Katrín, indæl ung kona. Svissa
Anne Schramek, ekki í Kristkirkjunni. Ofurindæl stelpa frá Austurríki.
Fredy, OJ! Snar Spánverji sem lætur hjartað ráða. Fredy, flander lander, I was just talking about you!
Fyrrnefnd Annemarie.
Stelpa frá Frakklandi sem ég man ekki hvað heitir.
Olnbogi á Helga.
Bak á fyrrnefndum Nikola.

Myndin tekin 25. sept. í afmælisteiti Kristínar!

Afmælisbarnið!

Þetta er komið nóg núna, á að vera læra heima. Á að vera gera predikunarpunkta um Gleði!

Fleira fólk

Hér eru fleiri manneskjur sem ég hef kynnst efri þrír gaurarnir eru frönskumælandi, tveir þeirra tala sama og enga ensku og er því sérstakt samband á milli okkar sem samanstendur af handahreyfingum, allri frönskunni minni, allri enskunni þeirra, orðum úr spænsku og hrópum og köllum. Dýrðlegt!


Alexander er portúgali, talar ítölsku, portúgölsku og frönsku en ENGA ensku. Hann er giftur stelpu frá Brasilíu sem heitir Vanessa. Fínn gaur og erum við að kenna hvorum öðrum ensku og frönsku. Skemmtilegt.

Nikola! it's good it's good. Þetta eru orðin. Hann er frá Endurfundaeyjum og gettu hvar það er?! Hann er búinn að læra fullt af enskum orðum síðan hann kom en þá talaði hann einungis nokkur orð.

Bandaríkjamaðurinn Steven á milli allra þessara frönskumælandi. Fínn gaur sem er giftur stelpu sem ég man ekki hvað heitir.

Jó er yngsti nemandinn hér en hann er ekkert síðri. Kemur frá Frakklandi.

jorí jorí jo

Það er allt magnað að frétta héðan frá Belgíu. Hlutirnir eru að gerast í þessum töluðu orðum. Áfangarnir eru áhugaverðir og fara vel af stað. Búinn að kynnast mörgum og lang flestum á skólanum, það eru nú ekki það margir.

Set hérna nokkrar myndir af fólki sem ég er búinn að kynnast vel, eða allavega búinn að taka myndir af. Nauðsynlegt að geta séð myndir af fólki svo hægt sé að ,,kynnast" þeim. Dásamlegt, hreint.

Ég er búinn að koma mér vel fyrir með einhverri hjálp frá IKEA og Danielo. Ég er ekki enn kominn með herbergisfélaga. Hann er væntanlegur en á í vandræðum með að fá landvistarleyfi og gengur málið því brösulega.

Ég er mjög ánægður hérna og þakklátur Guði fyrir að hafa leitt mig hingað. Ha! nú þakkaði ég Guði, Helgi. (Skildist víst á samkomustund á miðvikudaginn að ég þakkaði bara Helga fyrir veru mína hér).


Hér fyrir ofan er JD, Ronald White og ef hann er ekki sá þriðji. Gaurinn á vistinni og hrókur alls fagnaðar. Vísdómsbrunnur.

Já, Aron hinn flautandi. Flautuleikari mikill og spilar á strengjahljóðfæri í hjáverkum. Sérkennilegur gaur frá Bandaríkjunum líkt og JD.

Nafni! Þetta er gaurinn. Alltaf hress. Elskar Svíþjóð og förum við þar af leiðandi oft í IKEA. Hann á þessa yndislegu fjölskyldu í Brussel en þau eru frá Ítalíu. Fór í ekta mat til þeirra á sunnudaginn síðasta og má segja að þar hafi verið á ferðinni hinn allra mesti og besti ítalski ofnréttur.

Tóga, tóga. Doninn á vistinni. Hann er held ég svalastur á svæðinu enda er hann Finni og vanur frostböðum. Gufubaðið er það sem hann hugsasr um en gufubaðið á vistinni er bilað og er hann að hjálpa til við uppsetningu gufubaðs í kirkju eins kennarans.

Ashleigh og Annemarie. Ashley er frá Bandaríkjunum og Anne frá Finnlandi. Áslaug og Agga eru með mér í Students Missions Association. Þar er fjörið.