fimmtudagur, október 19, 2006


Rúntandi um Brussel með Davíð hinum flæmska.

Herbergisfélagi minn er þessi í gráu peysunni. Hann heitir Matthieu og er frá Reunion Island sem er í Indlandshafi, austur af Madagaskar. Snilldargaur.

Í Amsterdam með peyjunum. Aaron, Daníel og Phillip.

Heilsan hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er skólaári. Það sem af er skólaári eru fjórar vikur held ég, svo það er nú von að ég batni. Fyrst var ég virkilega gómsætur og hökkuðu moskítóflugurnar mig í sig. Það var ekki mjög sniðugt. Svo rétt þegar ég er að ná mér eftir móskítinn þá fæ ég mér eitt stykki kvef með öllu tilheyrandi. Ætti í rauninni bara að vera upp í rúmi og hvíla mig. Geri það von bráðar.

Fór til amsterdam síðastliðinn laugardag. Fórum snemma morguns og komum seint að kveldi til baka. Kosturinn að búa í hjarta Evrópu! Það var frekar gaman að kíkja til amsterdam. Ég, aron og phillip flökkuðum um bæinn og sprelluðum. Alltaf skemmtilegast þegar maður gerir bara ekki neitt og kynnist borgum á þann hátt.

Ein dúlló hérna í lokin.

miðvikudagur, október 04, 2006

Það er stelpa hérna með síðara hár en ég.


Endurfundir...

þriðjudagur, september 26, 2006

Ich bin zu Hause.

sunnudagur, september 17, 2006








Góðum l-angri nú er lokið,
lið sem les allt nú veit.
Minnið fékk ei útstrokið,
er ég hápunkta á leit.

Segir allt sem segja þarf. Ekki alveg, en nógu nálægt. Njótið mynda úr hringferðinni.

laugardagur, september 09, 2006

Ísland er land fyrir Juhani


Nú er ég farinn í reisu. Íslandsreisu með Íslandsvinum Vesa og Íslendingunum Helga og Kristínu. Það verður snilld. Skelli svo sem einni mynd frá því seinna. planið er í þessari röð: Reykjavík, Akureyri, Vopnafjörður, Höfn, Öræfi, Reykjavík, Vestmannaeyjar. Vikutúr. Heimsóknir í kirkjur. Íslensk náttúra. Sprell. Óvæntar uppákomur. Leynigestir. Blöðrur. Ís. Leikfangabyssur. Pizzapartí. Trúðar. Hoppukastalar. Klessubílar. Kandífloss. Tónleikar. Frægð. Frami... Nei, fór aðeins fram úr mér. Hættið að taka mark einhvers staðar á milli óvæntar uppákomur og blöðrur.

Mr. Vesa is on the mainland, I'm still on my island. Will meet him tomorrow and then the games will begin. Vesa's tour around Iceland will be just fantastic. Meetings in good old Pentecostal churches, bringing the fire, catching the fire, burn some barns... Good times! Don't really stay tuned, I'll tell you all about it when the time comes, and it's coming close!

It's Lena, my niece, that's covering this post. Thank you Lynyrd for this great pose. She's always that surprised to see me.